Dagskráin í dag: Liverpool mætir City og tveir leikir í Bestu deild karla Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 06:00 Cancelo og Salah verða líklega í eldlínunni í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Nóg er um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag þar sem golf og fótbolti er á boðstólunum. Hæst ber formlegt upphaf tímabilsins í enska boltanum þar sem Liverpool og Manchester City keppa um Samfélagsskjöldinn. Fótbolti Tveir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í dag sem báðir hefjast klukkan 14:00. Víkingur spilar síðasta leik 14. umferðar er liðið heimsækir Stjörnuna í hörkuleik í Garðabæ. Aðeins fjögur stig aðskilja liðin í töflunni, þar sem Víkingur situr í öðru sæti með 28 stig en Stjarnan er með 23 stig í því fjórða. Vinni Víkingur leikinn saxa þeir á forskot topplið Breiðabliks í fjögur stig en Stjarnan kemst aðeins stigi frá KA í þriðja sæti með sigri. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en bein útsending hefst klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport. Þá er á dagskrá Þjóðhátíðarleikur í Vestmannaeyjum er ÍBV mætir Keflavík. Eyjamenn hafa unnið tvo leiki í röð í deildinni og geta slitið sig lítillega frá botnbaráttunni með sigri. Keflavík hefur aftur á móti þurft að þola tvö tap í röð og vilja eflaust komast aftur á sigurbraut. Leikur liðanna er sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin frá klukkan 13:50. Tímabilið í enska boltanum fer þá formlega af stað í dag. Englandsmeistarar Manchester City mæta Liverpool í leik um Samfélagsskjöldinn á King Power-vellinum í Leicester. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en upphitun fyrir hann fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður þá gerður upp að honum loknum klukkan 18:00. Golf Einnig er nóg um að vera í golfinu. Bein útsending frá Hero Open-mótinu hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4. Opna skoska meistaramótið í kvennaflokki, sem er hluti af LET-mótaröðinni, er á dagskrá á Stöð 2 Golf frá klukkan 12:30. Rocket Mortgage Classic-mótið heldur einnig áfram á PGA-túrnum en bein útsending frá því hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Dagskráin í dag Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Fótbolti Tveir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í dag sem báðir hefjast klukkan 14:00. Víkingur spilar síðasta leik 14. umferðar er liðið heimsækir Stjörnuna í hörkuleik í Garðabæ. Aðeins fjögur stig aðskilja liðin í töflunni, þar sem Víkingur situr í öðru sæti með 28 stig en Stjarnan er með 23 stig í því fjórða. Vinni Víkingur leikinn saxa þeir á forskot topplið Breiðabliks í fjögur stig en Stjarnan kemst aðeins stigi frá KA í þriðja sæti með sigri. Leikurinn hefst klukkan 14:00 en bein útsending hefst klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport. Þá er á dagskrá Þjóðhátíðarleikur í Vestmannaeyjum er ÍBV mætir Keflavík. Eyjamenn hafa unnið tvo leiki í röð í deildinni og geta slitið sig lítillega frá botnbaráttunni með sigri. Keflavík hefur aftur á móti þurft að þola tvö tap í röð og vilja eflaust komast aftur á sigurbraut. Leikur liðanna er sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin frá klukkan 13:50. Tímabilið í enska boltanum fer þá formlega af stað í dag. Englandsmeistarar Manchester City mæta Liverpool í leik um Samfélagsskjöldinn á King Power-vellinum í Leicester. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en upphitun fyrir hann fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður þá gerður upp að honum loknum klukkan 18:00. Golf Einnig er nóg um að vera í golfinu. Bein útsending frá Hero Open-mótinu hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4. Opna skoska meistaramótið í kvennaflokki, sem er hluti af LET-mótaröðinni, er á dagskrá á Stöð 2 Golf frá klukkan 12:30. Rocket Mortgage Classic-mótið heldur einnig áfram á PGA-túrnum en bein útsending frá því hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Dagskráin í dag Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira