„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 20:30 Helgi var í feiknastuði þegar fréttastofa ræddi við hann um tónleikana, sem verða annað kvöld. Vísir/Bjarni Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast. Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson ætlar að blása til tónleika sem verða aðgengilegir hvar sem er á landinu, hvort sem fólk er heima eða á ferð og flugi. „Við ætlum að vera bara með gargandi stuð og stemningu eins og við erum vanir. Við verðum í beinni útsendingu á laugardagskvöldið, klukkan níu. Fólk getur nálgast þetta á mjög einfaldan hátt. Fullt af gestum, óvæntir. Við reynum að koma fólki á óvart eins og venjulega,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu, þar sem hann tók sér smá hlé frá tónleikaundirbúningi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á vefsíðunni helgibjorns.is. Helgi segir að líklega sé um að ræða stærstu hátíð helgarinnar. „Það eru margir af þessum hátíðarhöldurum pínulítið viðkvæmir fyrir því hvaða hátíð er stærst. Þess vegna segi ég, við gerðum þetta í fyrra og þá áætlum við að 35 til 45 þúsund manns hafi verið að horfa á okkur. Þannig að ég veit ekki hvort einhver annar getur toppað það,“ segir Helgi. Tónleikarnir séu fyrir alla, heima og að heiman. „Og meira að segja, þá gætir þú verið í tjaldinu á Þjóðhátíð, grenjandi rigning úti, ekkert skemmtilegt í brekkunni. Búmm! Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði. Er það ekki eitthvað?“ Fréttastofa fékk örlítið sýnishorn af því sem vænta má á tónleikunum annað kvöld, en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson ætlar að blása til tónleika sem verða aðgengilegir hvar sem er á landinu, hvort sem fólk er heima eða á ferð og flugi. „Við ætlum að vera bara með gargandi stuð og stemningu eins og við erum vanir. Við verðum í beinni útsendingu á laugardagskvöldið, klukkan níu. Fólk getur nálgast þetta á mjög einfaldan hátt. Fullt af gestum, óvæntir. Við reynum að koma fólki á óvart eins og venjulega,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu, þar sem hann tók sér smá hlé frá tónleikaundirbúningi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á vefsíðunni helgibjorns.is. Helgi segir að líklega sé um að ræða stærstu hátíð helgarinnar. „Það eru margir af þessum hátíðarhöldurum pínulítið viðkvæmir fyrir því hvaða hátíð er stærst. Þess vegna segi ég, við gerðum þetta í fyrra og þá áætlum við að 35 til 45 þúsund manns hafi verið að horfa á okkur. Þannig að ég veit ekki hvort einhver annar getur toppað það,“ segir Helgi. Tónleikarnir séu fyrir alla, heima og að heiman. „Og meira að segja, þá gætir þú verið í tjaldinu á Þjóðhátíð, grenjandi rigning úti, ekkert skemmtilegt í brekkunni. Búmm! Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði. Er það ekki eitthvað?“ Fréttastofa fékk örlítið sýnishorn af því sem vænta má á tónleikunum annað kvöld, en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira