„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 20:30 Helgi var í feiknastuði þegar fréttastofa ræddi við hann um tónleikana, sem verða annað kvöld. Vísir/Bjarni Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast. Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson ætlar að blása til tónleika sem verða aðgengilegir hvar sem er á landinu, hvort sem fólk er heima eða á ferð og flugi. „Við ætlum að vera bara með gargandi stuð og stemningu eins og við erum vanir. Við verðum í beinni útsendingu á laugardagskvöldið, klukkan níu. Fólk getur nálgast þetta á mjög einfaldan hátt. Fullt af gestum, óvæntir. Við reynum að koma fólki á óvart eins og venjulega,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu, þar sem hann tók sér smá hlé frá tónleikaundirbúningi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á vefsíðunni helgibjorns.is. Helgi segir að líklega sé um að ræða stærstu hátíð helgarinnar. „Það eru margir af þessum hátíðarhöldurum pínulítið viðkvæmir fyrir því hvaða hátíð er stærst. Þess vegna segi ég, við gerðum þetta í fyrra og þá áætlum við að 35 til 45 þúsund manns hafi verið að horfa á okkur. Þannig að ég veit ekki hvort einhver annar getur toppað það,“ segir Helgi. Tónleikarnir séu fyrir alla, heima og að heiman. „Og meira að segja, þá gætir þú verið í tjaldinu á Þjóðhátíð, grenjandi rigning úti, ekkert skemmtilegt í brekkunni. Búmm! Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði. Er það ekki eitthvað?“ Fréttastofa fékk örlítið sýnishorn af því sem vænta má á tónleikunum annað kvöld, en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Tónlist Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson ætlar að blása til tónleika sem verða aðgengilegir hvar sem er á landinu, hvort sem fólk er heima eða á ferð og flugi. „Við ætlum að vera bara með gargandi stuð og stemningu eins og við erum vanir. Við verðum í beinni útsendingu á laugardagskvöldið, klukkan níu. Fólk getur nálgast þetta á mjög einfaldan hátt. Fullt af gestum, óvæntir. Við reynum að koma fólki á óvart eins og venjulega,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu, þar sem hann tók sér smá hlé frá tónleikaundirbúningi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á vefsíðunni helgibjorns.is. Helgi segir að líklega sé um að ræða stærstu hátíð helgarinnar. „Það eru margir af þessum hátíðarhöldurum pínulítið viðkvæmir fyrir því hvaða hátíð er stærst. Þess vegna segi ég, við gerðum þetta í fyrra og þá áætlum við að 35 til 45 þúsund manns hafi verið að horfa á okkur. Þannig að ég veit ekki hvort einhver annar getur toppað það,“ segir Helgi. Tónleikarnir séu fyrir alla, heima og að heiman. „Og meira að segja, þá gætir þú verið í tjaldinu á Þjóðhátíð, grenjandi rigning úti, ekkert skemmtilegt í brekkunni. Búmm! Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði. Er það ekki eitthvað?“ Fréttastofa fékk örlítið sýnishorn af því sem vænta má á tónleikunum annað kvöld, en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira