Í umfjöllun vefsíðunnar Túristi um málið kemur fram að erlend kortavelta í flokknum „ýmis ferðaþjónusta“ í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar hafi dregist saman um nærri þriðjung eða 1,3 milljarða séu tölur frá júní 2022 og 2019 bornar saman.
Ástæðan að baki þessum mikla samdrætti sé sú að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi í auknum mæli farið að stunda viðskipti við erlendra færsluhirði í stað íslenskra en tölur rannsóknarsetursins ná aðeins yfir upplýsingar frá Netgíró, SaltPay, Valitor og Rapyd.
Ekki sé ljóst hversu stór hluti af heildinni það sé sem gögnin nái ekki yfir en í samtali við fyrrnefndan miðil segist Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri efast um að það reynist einfalt að nálgast tölur frá erlendum færsluhirðum.
Vægi flokksins „ýmis ferðaþjónusta“ í skýrslu rannsóknarsetursins hafi minnkað úr því að vera 17 prósent af allri erlendri kortaveltu hér á landi í júní 2019 niður í rétt um tíu prósent í júní 2022. Í þessum flokki séu til dæmis íslenskar ferðaskrifstofur, bátaleigur, markaðssetningarfyrirtæki og ferðaskipuleggjendur.