Topplið Breiðabliks mætir botnliði ÍA en leikið verður á Kópavogsvelli.
Blikar geta náð níu stiga forskoti á toppi deildarinnar en þeirra helstu keppinautar í Víkingi urðu af tveimur stigum á laugardag þegar þeir gerðu jafntefli við Stjörnuna.
Leikur Breiðabliks og ÍA hefst klukkan 19:15 en útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:00.