Stóra Laxá að ná 400 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2022 08:56 Flottur 102 sm lax úr Kálfhagahyl í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá hefur verið framar öllum vonum í sumar en áin hefur verið að gefa fína veiði frá fyrsta degi. Það merkilega við þetta er að svæðin eru mjög jöfn hvað veiði varðar en eftir að nýtt veiðifyrirkomulag var sett upp þá var gamla svæði III sett inn í svæði I-II. Svæði III var oft ansi rólegt og gaf litla veiði en í sumar er það engin eftirbátur hinna svæðanna. Svæði I-II-III eru núna veidd saman en svæði IV er ennþá selt sér. Mikið af vænum laxi hefur verið að veiðast og nú síðast veiddist 102 sm lax í Kálfhagahyl og aðrir svona drekar hafa verið að sýna sig víða um ánna. Það verður spennandi að sjá hvað haustið ber með sér í Stóru en það er gjarnan sá tími sem stórar haustgöngur mæta í hana og þá er ekkert óalgengt að hollin séu að ná 100 löxum. Hollið sem er við veiðar núna á neðra svæðinu (svæði I-II-III) er komið yfir 30 laxa og heildartalan að nálgast 400 laxa. Stangveiði Mest lesið Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Laxinn er mættur Veiði 38 á land á fyrsta degi í Langá á Mýrum Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði
Það merkilega við þetta er að svæðin eru mjög jöfn hvað veiði varðar en eftir að nýtt veiðifyrirkomulag var sett upp þá var gamla svæði III sett inn í svæði I-II. Svæði III var oft ansi rólegt og gaf litla veiði en í sumar er það engin eftirbátur hinna svæðanna. Svæði I-II-III eru núna veidd saman en svæði IV er ennþá selt sér. Mikið af vænum laxi hefur verið að veiðast og nú síðast veiddist 102 sm lax í Kálfhagahyl og aðrir svona drekar hafa verið að sýna sig víða um ánna. Það verður spennandi að sjá hvað haustið ber með sér í Stóru en það er gjarnan sá tími sem stórar haustgöngur mæta í hana og þá er ekkert óalgengt að hollin séu að ná 100 löxum. Hollið sem er við veiðar núna á neðra svæðinu (svæði I-II-III) er komið yfir 30 laxa og heildartalan að nálgast 400 laxa.
Stangveiði Mest lesið Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Laxinn er mættur Veiði 38 á land á fyrsta degi í Langá á Mýrum Veiði Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk Veiði Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Forboðinn ilmur, sjússasmjatt og skvaldur Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði