Á Stöð 2 Sport hefst bein útsending frá Hlíðarenda klukkan 19:00 þar sem Valur tekur á móti FH. Valsmenn eru án sigurs í seinustu fjórum leikjum, en FH-ingar hafa ekki unnið deildarleik síðan 15. maí.
Klukkan 19:10 hefst svo bein útsending frá leik Fram og Stjörnunnar á hliðarrás Bestu-deildarinnar.
Að þessum leikjum loknum er Stúkan á sínum stað á Stöð 2 Sport þar sem sérfræðingar í setti fara yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.