Skemmt sushi gæti eyðilagt EM fyrir Antoni Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 13:03 Anton Sveinn McKee heldur í húmorinn og birti þessar myndir af sér þrátt fyrir erfiða matareitrun og tíðar klósettferðir, eftir að hafa gætt sér á sushi sem sennilega var skemmt. @antonmckee Eftir frábæra frammistöðu á HM fyrr í sumar er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee nú að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sundi sem hefst í Róm eftir viku. Skæð matareitrun hefur hins vegar truflað undirbúning hans. Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01
Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38
„Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11
Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36
Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31