Ísland í undanúrslit | Almar fær hrós frá greinanda ESPN fyrir geggjaðan leik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 22:30 Almar Orri Atlason hefur farið mikinn á mótinu og er farinn að vekja athygli utan landssteinanna. FIBA Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta komst í kvöld í undanúrslit í B-deild Evrópumóts undir 18 ára sem fram fer í Rúmeníu. Almar Orri Atlason átti enn einn stórleik sinn á mótinu og hlaut fyrir hrós frá NBA greinanda hjá ESPN eftir leik. Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira