Serena Williams hættir Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 13:24 Serena Williams ætlar að hætta að keppa í tennis eftir nokkrar vikur, eftir einstakan feril. Getty Tennisstjarnan Serena Williams greinir frá því í grein sem Vogue birtir í dag að hún muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir nokkrar vikur. Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna. Tennis Bandaríkin Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna.
Tennis Bandaríkin Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira