Lífið

Þrír hönnuðir, eitt eldhús

Elísabet Hanna skrifar
Hönnuðirnir eru allir með ólíka stíla.
Hönnuðirnir eru allir með ólíka stíla. Skjáskot/Youtube

Hönnuðirnir Noz Nozawa, Darren Jett og Joy Moyler fengu það hlutverk frá Architectural Digest að hanna sama eldhúsið, öll á sinn hátt. Allir hönnuðirnir voru sammála um það að fríska þyrfti upp á rýmið en voru þó með ólíkar hugmyndir um hvernig væri best að gera það.

Ólíkir stílar

Þau lýsa öll stílunum sínum á ólíkan hátt. Noz lýsir stílnum sínum sem praktískum, djörfum og litríkum. Darren telur sig skapa dáleiðandi og heillandi rými sem flytja kúnnana á nýjan stað. Joy segist svo hanna rými sem eru skilvirk, skörp og skapandi. 

„Ég myndi flytja inn og læra að elda,“ segir Darren um hönnun Joy í lokin þegar þau sýndu sínar teikningar en hugmyndir hennar heilluðu hann mikið. „Þetta er eins og boom boom herbergi,“ sagði Joy á móti um eldhúsið hans sem hún sagði vera þokkafullt.

Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni og eflaust geta margir sótt innblástur í hönnunina:


Tengdar fréttir

Þakkar risaeðlunum fyrir bleika húsið sitt

Bryce Dallas Howard og eiginmaður hennar Seth Gabel opnuðu dyrnar að bleika og litríka heimilinu sínu í Kaliforníu og buðu Architectural Digest í heimsókn. Þau unnu með hönnuðinum Claire Thomas við að hanna heimilið sem hefur mikinn persónuleika.

Keypti 400 bækur á heimilið bara fyrir innlitið

Disney stjarnan Ashley Tisadale opnaði hurðina að heimili sínu í Los Angeles fyrir Architectural Digest. Heimilið hannaði hún sjálf og er stolf af útkomunni en viðurkenndi í viðtalinu að hafa sent eiginmanninn að kaupa 400 bækur fyrir viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.