Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-1 | Jafnt í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2022 22:20 Blikar fagna marki Sölva Snæs Guðbjargarsonar. vísir/hulda margrét Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. Gestirnir voru manni fleiri síðustu tólf mínútur leiksins eftir að Damir Muminovic var rekinn af velli. Breiðablik er á toppi deildarinnar með 39 stig, áfram átta stigum á undan Víkingi sem er í 3. sæti en á leik til góða. KA er í 2. sætinu með 33 stig, sex stigum á eftir Breiðabliki. Bæði lið spiluðu Evrópuleiki á fimmtudaginn og þeir virtust sitja í þeim. Fjórir leikmenn fóru meiddir af velli og Víkingar, sem spiluðu framlengdan leik gegn Póllandsmeisturum Lech Poznan, virkuðu mjög lúnir í fyrri hálfleik. Þeim óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn, jöfnuðu og sigurlíkur þeirra jukust umtalsvert þegar Damir var rekinn af velli. En Blikar vörðust vel á lokakaflanum og héldu jafnteflinu sem eru fínustu úrslit fyrir þá. Damir Muminovic gengur af velli eftir að hann fékk rauða spjaldið.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn var frekar lokaður og harður. Ítrekað þurfti að stöðva leikinn vegna meiðsla og þrír leikmenn fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik. Fyrir vikið var ekki mikill taktur og hraði í leiknum. Blikar voru samt sterkari, pressuðu vel, gáfu fá færi á sér og ógnuðu oftar. Jason Daði Svanþórsson var nálægt því að koma Breiðabliki yfir á 33. mínútu en Ingvar Jónsson varði skot hans af stuttu færi. Vegna allra tafanna var níu mínútum bætt við fyrri hálfleikinn. Á þriðju mínútu uppbótartímans fékk Dagur Dan Þórhallsson boltann á hægri kantinum, lék Viktor Örlyg Andrason og sendi boltann út í vítateiginn á Sölva sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hans fyrsta mark í sumar og fyrsta deildarmarkið fyrir Breiðablik. Dagur Dan Þórhallsson sendir fyrir. Andartaki síðar lá boltinn í netinu eftir skot Sölva Snæs.vísir/hulda margrét Blikar voru áfram með góð tök á leiknum í seinni hálfleik án þess þó að ógna marki Víkinga að neinu ráði. Júlíus Magnússon átti hörkuskot yfir á 51. mínútu en annars voru gestirnir heldur ekki ógnandi. En þeir fundu leið í gegnum vörn heimamanna á 62. mínútu. Ari Sigurpálsson fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og átti lúmskt skot sem fór í stöngina. Boltinn hrökk til Danijels sem skoraði annan leikinn í röð og jafnaði í 1-1. Víkingar efldust við markið og voru líklegri aðilinn. Danijel var áfram hættulegur og hann átti tvö fín skot sem Anton Ari Einarsson, góður markvörður Blika, varði vel. Danijel Dean Djuric var besti leikmaður Víkings í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið.vísir/hulda margrét Á 78. mínútu tók Viktor Örlygur mikinn sprett en Damir stöðvaði hann rétt fyrir utan vítateig. Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, dæmdi aukaspyrnu og gaf Damir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Brottvísunin hefði átt að vera vatn á myllu Víkinga en var það ekki. Blikar spiluðu vel úr sínu á lokakaflanum, vörðust skipulega og tóku mesta broddinn úr sóknarleik Víkinga sem tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Lokatölur 1-1. Óskar Hrafn: Leikmenn þessara tveggja liða eru viðkvæmari en leikmenn annarra liða Óskar Hrafn Þorvaldsson gekk nokkuð sáttur frá borði.vísir/hulda margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. „Viðbrögðin eru blendin. Mér fannst við stjórna leiknum fyrstu sextíu mínúturnar, eða þar til þeir skoruðu. Mér fannst óþarfi að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Við vorum miklu sterkari í fyrri hálfleik en svo skoruðu þeir og komust inn í leikinn sem ég er svekktur með. En Víkingur er með gott lið og var alltaf að fara að gera áhlaup,“ sagði Óskar eftir leik. „Svo breytti rauða spjaldið leiknum og þegar öllu er á botninn hvolft get ég ekki verið ósáttur við stigið þótt mér finnist að við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn.“ Mikið álag hefur verið á Breiðabliki og Víkingi að undanförnu og tveir leikmenn úr hvoru liði fóru meiddir af velli í leiknum. „Ég held að þessi leikur hafi fært mönnum í sanninn um að leikmenn þessara tveggja liða eru viðkvæmir; viðkvæmari heldur en leikmenn annarra liða fyrir hnjaski. Logi [Tómasson] og Davíð [Ingvarsson] fóru af velli með höfuðmeiðsli en Kristinn [Steindórsson] og Davíð Örn [Atlason] eru báðir held ég með klassísk álagsmeiðsli. Menn verða viðkvæmir þegar álagið er mikið,“ sagði Óskar. „Ég dáist að leikmönnum beggja liða fyrir orkuna og vinnuna sem þeir lögðu í leikinn. Bara jafntefli og það er betra fyrir okkur en þá. Jafntefli gerir það að verkum að við erum enn í forystusæti í deildinni. Ég ætla að kvarta neitt sérstaklega mikið en mér fannst við afhenda þeim yfirhöndina og frumkvæðið einum of auðveldlega.“ Arnar: Vorum eins og aumingjar Arnar Gunnlaugsson var sáttur við hvernig Víkingar svöruðu slökum fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík
Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 17. umferðar Bestu deildar karla í kvöld. Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Danijel Dean Djuric jafnaði fyrir Víkinga eftir rúman klukkutíma. Gestirnir voru manni fleiri síðustu tólf mínútur leiksins eftir að Damir Muminovic var rekinn af velli. Breiðablik er á toppi deildarinnar með 39 stig, áfram átta stigum á undan Víkingi sem er í 3. sæti en á leik til góða. KA er í 2. sætinu með 33 stig, sex stigum á eftir Breiðabliki. Bæði lið spiluðu Evrópuleiki á fimmtudaginn og þeir virtust sitja í þeim. Fjórir leikmenn fóru meiddir af velli og Víkingar, sem spiluðu framlengdan leik gegn Póllandsmeisturum Lech Poznan, virkuðu mjög lúnir í fyrri hálfleik. Þeim óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn, jöfnuðu og sigurlíkur þeirra jukust umtalsvert þegar Damir var rekinn af velli. En Blikar vörðust vel á lokakaflanum og héldu jafnteflinu sem eru fínustu úrslit fyrir þá. Damir Muminovic gengur af velli eftir að hann fékk rauða spjaldið.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn var frekar lokaður og harður. Ítrekað þurfti að stöðva leikinn vegna meiðsla og þrír leikmenn fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik. Fyrir vikið var ekki mikill taktur og hraði í leiknum. Blikar voru samt sterkari, pressuðu vel, gáfu fá færi á sér og ógnuðu oftar. Jason Daði Svanþórsson var nálægt því að koma Breiðabliki yfir á 33. mínútu en Ingvar Jónsson varði skot hans af stuttu færi. Vegna allra tafanna var níu mínútum bætt við fyrri hálfleikinn. Á þriðju mínútu uppbótartímans fékk Dagur Dan Þórhallsson boltann á hægri kantinum, lék Viktor Örlyg Andrason og sendi boltann út í vítateiginn á Sölva sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hans fyrsta mark í sumar og fyrsta deildarmarkið fyrir Breiðablik. Dagur Dan Þórhallsson sendir fyrir. Andartaki síðar lá boltinn í netinu eftir skot Sölva Snæs.vísir/hulda margrét Blikar voru áfram með góð tök á leiknum í seinni hálfleik án þess þó að ógna marki Víkinga að neinu ráði. Júlíus Magnússon átti hörkuskot yfir á 51. mínútu en annars voru gestirnir heldur ekki ógnandi. En þeir fundu leið í gegnum vörn heimamanna á 62. mínútu. Ari Sigurpálsson fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum og átti lúmskt skot sem fór í stöngina. Boltinn hrökk til Danijels sem skoraði annan leikinn í röð og jafnaði í 1-1. Víkingar efldust við markið og voru líklegri aðilinn. Danijel var áfram hættulegur og hann átti tvö fín skot sem Anton Ari Einarsson, góður markvörður Blika, varði vel. Danijel Dean Djuric var besti leikmaður Víkings í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið.vísir/hulda margrét Á 78. mínútu tók Viktor Örlygur mikinn sprett en Damir stöðvaði hann rétt fyrir utan vítateig. Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, dæmdi aukaspyrnu og gaf Damir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Brottvísunin hefði átt að vera vatn á myllu Víkinga en var það ekki. Blikar spiluðu vel úr sínu á lokakaflanum, vörðust skipulega og tóku mesta broddinn úr sóknarleik Víkinga sem tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Lokatölur 1-1. Óskar Hrafn: Leikmenn þessara tveggja liða eru viðkvæmari en leikmenn annarra liða Óskar Hrafn Þorvaldsson gekk nokkuð sáttur frá borði.vísir/hulda margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. „Viðbrögðin eru blendin. Mér fannst við stjórna leiknum fyrstu sextíu mínúturnar, eða þar til þeir skoruðu. Mér fannst óþarfi að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Við vorum miklu sterkari í fyrri hálfleik en svo skoruðu þeir og komust inn í leikinn sem ég er svekktur með. En Víkingur er með gott lið og var alltaf að fara að gera áhlaup,“ sagði Óskar eftir leik. „Svo breytti rauða spjaldið leiknum og þegar öllu er á botninn hvolft get ég ekki verið ósáttur við stigið þótt mér finnist að við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn.“ Mikið álag hefur verið á Breiðabliki og Víkingi að undanförnu og tveir leikmenn úr hvoru liði fóru meiddir af velli í leiknum. „Ég held að þessi leikur hafi fært mönnum í sanninn um að leikmenn þessara tveggja liða eru viðkvæmir; viðkvæmari heldur en leikmenn annarra liða fyrir hnjaski. Logi [Tómasson] og Davíð [Ingvarsson] fóru af velli með höfuðmeiðsli en Kristinn [Steindórsson] og Davíð Örn [Atlason] eru báðir held ég með klassísk álagsmeiðsli. Menn verða viðkvæmir þegar álagið er mikið,“ sagði Óskar. „Ég dáist að leikmönnum beggja liða fyrir orkuna og vinnuna sem þeir lögðu í leikinn. Bara jafntefli og það er betra fyrir okkur en þá. Jafntefli gerir það að verkum að við erum enn í forystusæti í deildinni. Ég ætla að kvarta neitt sérstaklega mikið en mér fannst við afhenda þeim yfirhöndina og frumkvæðið einum of auðveldlega.“ Arnar: Vorum eins og aumingjar Arnar Gunnlaugsson var sáttur við hvernig Víkingar svöruðu slökum fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti