„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2022 22:22 Arnari Gunnlaugssyni fannst Víkingar vera linir í fyrri hálfleiknum gegn Blikum. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Ég er ánægður með stigið. Við vorum virkilega slakir í fyrri hálfleik. Breiðablik var miklu ákveðnara og við vorum aumir. Þú getur ekki mætt í svona stórleiki, verið linur og lítill í þér. Breiðablik voru harðir og tóku vel á okkur,“ sagði Arnar í leikslok. „Við fórum vel yfir hlutina í hálfleik og við þurftum bara að mæta þeim í hörkunni. Mér fannst við vera aðeins skárri í seinni hálfleik og við getum alveg sagst vera svekktir að nýta það ekki þegar við vorum fleiri. En stig á þessum velli, ég tek það.“ Dagskrá beggja liða hefur verið þéttskipuð að undanförnu og Arnari fannst leikurinn bera þess merki. „Menn voru seinir í tæklingar og þess háttar. Bæði lið hafa verið þekkt fyrir að spila góðan fótbolta en guð minn góður, menn gátu barist í kvöld og sýndu að það er harka í báðum liðum. Menn þurfa að sýna það,“ sagði Arnar sem var ánægður með hvernig Víkingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Í hálfleik vorum við að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndunum á okkur. Við þurftum að gera eitthvað og fengum smá viðbrögð í seinni hálfleik.“ Arnar hrósaði Breiðabliki fyrir frammistöðuna í leiknum. „Mér fannst Blikarnir flottir og sterkir og við máttum hafa okkur alla við að ná í þetta stig,“ sagði þjálfarinn og bætti við að toppbaráttan væri enn opin. „Þetta eru fimm stig og við erum taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í röð í deildinni. Ég hef alltaf sagt að þetta fer alla leið í lokaumferðirnar. Það á mikið eftir að gerast. Ég er mjög ánægður með þetta stig.“ Arnar fór ekkert í grafgötur með að hann vildi sjá sína menn miklu beittari í fyrri hálfleiknum en raun bar vitni. „Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Við vorum rosalega linir, þorðum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut með boltann og Blikarnir fengu blóðbragð í munninn. Þeir tóku á okkur og við fundum ekki taktinn. Við vorum eins og aumingjar. Þetta var ekki líkt mínu liði og ég vil alls ekki sjá þetta,“ sagði Arnar. „Þessi vika hefði getað verið þannig að við hefðum getað misst Íslandsmeistaratitilinn í kvöld og ef við munum spila eins á fimmtudaginn [gegn KR] er bikartitilinn farinn líka. Menn svöruðu allavega í seinni hálfleik sem ég er mjög ánægður með.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira