Bæta námsmöguleika barna með fatlanir til muna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:15 Friðsemd ásamt nemenda skólans. CLF Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu. CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi) Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi)
Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12
„Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30
Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10