Hætt að vera Glowie í bili Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 09:28 Sara Pétursdóttir segir skilið við það að vera Glowie, allavegana í bili. Skjáskot/Instagram Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári: Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári:
Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið