Hætt að vera Glowie í bili Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 09:28 Sara Pétursdóttir segir skilið við það að vera Glowie, allavegana í bili. Skjáskot/Instagram Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári: Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári:
Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31