Ráð frá Herra Hnetusmjör fyrir rafræna umsókn
Þar sem síðasti dagurinn til þess að senda inn rafræna umsókn er í dag er ekki seinna vænna fyrir áhugasama að taka upp myndband og senda inn. Herra Hnetusmjör tók saman nokkur skotheld ráð til þess að negla upptökuna hér að neðan:
Síðasta stoppið er Reykjavík
Síðasta stoppið í hringferðinni er Reykjavík en prufurnar hafa farið fram víðsvegar um landið síðustu vikur. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína. Gengið að aftan hjá Hilton Spa þar sem fundaraðstaðan er.
Með í hópnum er samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly sem hefur haldið uppi stuðinu allan tímann á TikTok og Instagram-reikningum Stöðvar 2 en hér að neðan má sjá hann leika áhættuatriði.
Birgitta Haukdal gefur keppendum nokkra punkta
Framleiðendaprufurnar eru meðal annars fyrir þá sem hafa ekki nú þegar sent inn slíka í rafrænu formi. Prufur fyrir framleiðendur ákvarða hvort að viðkomandi komist áfram á næsta stig, í sjálfar dómaraprufurnar. Reynsluboltinn og dómarinn Birgitta Haukdal tók einnig saman nokkra punkta fyrir þá sem ætla að mæta í prufurnar: