Veður

Bjart og rólegt veður í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Víða um land verður sólríkt en annar staðar dregur snemma ský fyrir sólu.
Víða um land verður sólríkt en annar staðar dregur snemma ský fyrir sólu.

Það er útlit fyrir bjart og rólegt veður á landinu í dag þó víða sé gola eða kaldi. 

Að sögn veðurfræðinga verður lítilsháttar væta fram eftir morgni norðaustanlands og syðst á landinu má búast við skúrum eftir hádegi. Hiti verði á bilinu sex til fjórtán stig og mildast sunnanlands.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að áfram verði fremur hægur vindur á morgun og víða dálitlar skúrir, en þurrt að kalla norðantil á landinu. Hitinn verði svipaður og í dag en það muni hlýna lítið eitt fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt þrír til tíu metrar á sekúndu og dálitlar skúrir, en þurrt að kalla norðantil. Hiti sex til þrettán stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan fimm til þrettán og úrkomulítið, en hvessir við suðausturströndina. Fer að rigna suðaustan- og austantil eftir hádegi. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Norðaustan og norðan fimm til þrettán og rigning eða skúrir, en hægari vindur á Suður- og Austurlandi. Hiti sjö til tólf stig.

Á fimmtudag:

Ákveðin norðvestanátt og rigning á Norður- og Austurlandi, hiti fimm til níu stig. Hægari vindur og úrkomulítið sunnan heiða með tíu til fimmtán stiga hita yfir daginn.

Á föstudag:

Norðlæg átt og rigning með köflum, en léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×