Skipti um fag í miðri mastersritgerð og klárar nýja námið fertugur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2022 15:53 Böðvar leikur handbolta með Aftureldingu og er samhliða því í læknisfræði. Böðvar Páll Ásgeirsson kláraði fimm ár í hagfræði, átti aðeins ritgerðina eftir en ákvað þá að hætta og fara frekar í læknisfræði. Ef hann klárar hana verður hann fertugur þegar hann útskrifast með sérmenntun. Sindri Sindrason ræddi við Böðvar í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi. Böðvar er handboltamaður og var meðal annars í yngri landsliðum Íslands. Hann segir að það hafi ekkert annað komið til greina á sínum tíma en að verða atvinnumaður í greininni og spila í Þýskalandi. Böðvar hefur aftur á móti glímt við mikil meiðsli og þurfti því eitthvað varaplan. Hann skráði sig því í verkfræðina. „Ég prófaði það í hálft ár en mér fannst það alveg hræðilegt. Þá vann ég á leikskóla í hálft ár og fór síðan í hagfræði. Ég fór með svolítið rangt hugafar í hagfræðina. Ég ætlaði bara að vera þarna til að mæta í tíma og nennti ekkert að kynnast neinum, var bara handboltamaður og ætlaði að einbeita mér að því,“ segir Böðvar og heldur áfram. Rangt hugafar „Maður var því svolítið útundan til að byrja með en reyndi að taka mig á undir lokin og sá þá kannski að það væri ekki alveg nægilega gott að þekkja engan þarna.“ Böðvar kláraði þessi þrjú ár og útskrifaðist með fína einkunn en var alls ekki spenntur fyrir þessari gráðu sinni. Hann ákvað samt sem áður að fara í master í hagfræði þrátt fyrir að hafa skoðað sálfræði. Böðvar flutti til Kaupmannahafnar og hóf mastersnám í hagfræði. Það þótti honum alls ekki skemmtilegt. En hann vissi ekkert hvað hann vildi gera í raun. Svo kom að mastersritgerðinni. „Ég var búinn að finna efni en ég fór síðan að hugsa, þó ég væri orðinn 27 ára eins og ég var þarna að ég gæti alveg byrjað upp á nýtt. Þó ég væri búinn að eyða x mörgum árum í eitthvað annað. Þá kom læknisfræðin upp. Ég kynnti mér þetta mjög vel eins og ég er vanur að gera og ákvað að fara í læknisfræði.“ Hann varð að fara í inntökupróf og náði því eftir að hafa lært mjög mikið fyrir það. „Kærastan mín studdi mig hundrað prósent í þessari ákvörðun. Mamma mín sagði mér að klára mastersritgerðina og ég myndi alltaf sjá eftir því að gera það ekki en hún studdi mig að lokum í þessu eftir að hafa hlustað á mín rök,“ segir Böðvar sem verður umfertugur þegar hann klárar sérhæfingu í læknisfræði. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Háskólar Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Ef hann klárar hana verður hann fertugur þegar hann útskrifast með sérmenntun. Sindri Sindrason ræddi við Böðvar í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi. Böðvar er handboltamaður og var meðal annars í yngri landsliðum Íslands. Hann segir að það hafi ekkert annað komið til greina á sínum tíma en að verða atvinnumaður í greininni og spila í Þýskalandi. Böðvar hefur aftur á móti glímt við mikil meiðsli og þurfti því eitthvað varaplan. Hann skráði sig því í verkfræðina. „Ég prófaði það í hálft ár en mér fannst það alveg hræðilegt. Þá vann ég á leikskóla í hálft ár og fór síðan í hagfræði. Ég fór með svolítið rangt hugafar í hagfræðina. Ég ætlaði bara að vera þarna til að mæta í tíma og nennti ekkert að kynnast neinum, var bara handboltamaður og ætlaði að einbeita mér að því,“ segir Böðvar og heldur áfram. Rangt hugafar „Maður var því svolítið útundan til að byrja með en reyndi að taka mig á undir lokin og sá þá kannski að það væri ekki alveg nægilega gott að þekkja engan þarna.“ Böðvar kláraði þessi þrjú ár og útskrifaðist með fína einkunn en var alls ekki spenntur fyrir þessari gráðu sinni. Hann ákvað samt sem áður að fara í master í hagfræði þrátt fyrir að hafa skoðað sálfræði. Böðvar flutti til Kaupmannahafnar og hóf mastersnám í hagfræði. Það þótti honum alls ekki skemmtilegt. En hann vissi ekkert hvað hann vildi gera í raun. Svo kom að mastersritgerðinni. „Ég var búinn að finna efni en ég fór síðan að hugsa, þó ég væri orðinn 27 ára eins og ég var þarna að ég gæti alveg byrjað upp á nýtt. Þó ég væri búinn að eyða x mörgum árum í eitthvað annað. Þá kom læknisfræðin upp. Ég kynnti mér þetta mjög vel eins og ég er vanur að gera og ákvað að fara í læknisfræði.“ Hann varð að fara í inntökupróf og náði því eftir að hafa lært mjög mikið fyrir það. „Kærastan mín studdi mig hundrað prósent í þessari ákvörðun. Mamma mín sagði mér að klára mastersritgerðina og ég myndi alltaf sjá eftir því að gera það ekki en hún studdi mig að lokum í þessu eftir að hafa hlustað á mín rök,“ segir Böðvar sem verður umfertugur þegar hann klárar sérhæfingu í læknisfræði. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Háskólar Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira