Veður

Útlit fyrir milt veður um helgina

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Dálítilli súld og rigningu er spáð í dag víða um land.
Dálítilli súld og rigningu er spáð í dag víða um land. Vísir/Vilhelm

Veður dagsins stjórnast af grunnri lægð suður af landinu en dálítilli súld og rigningu spáð ásamt norðaustlægri átt víða um land, þó verði þurrviðri lengst af suðvestan til.

Lægðin dýpkar á morgun og færir sig norður fyrir land, hvöss norðvestanátt lætur á sér kræla á Norðausturlandi ásamt meiri rigningu á því svæði. Fremur svalt verði fyrir norðan en hægari norðvestanátt. Bjart með köflum og hlýtt sunnan heiða.

Útlit sé fyrir milt veður um helgina, hæga vinda og litla úrkomu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings en þær ásamt veðurspánni í heild sinni má lesa hér.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Fimmtudagur: Norðan og síðar norðvestan 8-13 m/s, en mun hægari austanlands fram eftir degi. Rigning eða súld á norðanverðu landinu, en bjart með köflum syðra. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst.

Föstudagur: Norðan og norðvestan 8-15 m/s, hvassast á annesjum eystra. Rigning framan af degi norðantil með 5 til 10 stiga hita, en bjartviðri syðra og hiti að 15 stigum.

Laugardagur og sunnudagur: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á stöku skúrum syðra. Hiti 6 til 14 stig, svalast nyrst.

Mánudagur: Suðaustan strekkingsvindur við suðvesturströndina, en annars mun hægari. Skýjað að mestu og milt veður.

Þriðjudagur: Útlit fyrir stífa suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrt norðaustan til. Áfram milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×