Skipt um Danny
Tónleikasýningin fer fram í lok október en upphaflega stóð til að hún færi fram fyrir ári síðan. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, átti á þeim tíma að fara með hlutverk Danny. Þegar fyrir lá að hann væri ekki að fara að vera í hlutverkinu var tilkynnt að annar tónlistarmaður myndi taka við því og nú er ljóst að það er Magnús Kjartan.
Magnús hefur um árabil spilað með hljómsveitinni Stuðlabandinu og tók nýlega við því stóra hlutverki að sjá um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Eyjum.
Mikill aðdáandi
„Það er algjör draumur að taka þátt", segir Jóhanna Guðrún sem segist hafa verið mikill Grease aðdáandi frá blautu barnsbeini. Hún er spenntust fyrir laginu Hopelessly Devoted To You sem hún segir vera sannkallað söngkonulag og Olivia Newton John heitin gerði ódauðlegt í kvikmyndinni Grease á sínum tíma.
Jóhanna segir að lokum að hún sé spennt fyrir því að geta loksins stigið á sviðið sem Sandy eftir tvö leiðinleg Covid ár, líkt og hún orðaði það.
Fleiri frábærir tónlistarmenn
Ásamt Jóhönnu Guðrúnu og Magnúsi Kjartani koma einnig fram tónlistarfólkið Stefanía Svavarsdóttir, Júlí Heiðar og Dagur Sigurðsson. Á sviðinu verða dansarar og annað listafólk sem sjá til þess að skemmta gestum.