Þrír íslenskir karlmenn segja frá fyrsta skiptinu: „Húsið hristist við hvert fótatak“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2022 09:33 Fyrsta skiptið, fyrsta kynlífsreynslan og allar sögurnar. Makamál fengu að heyra upplifanir þriggja íslenskra karlmanna á þeirra fyrsta skipti. Getty Fyrsta skiptið, fyrsta sagan og allar væntingarnar. Flest munum við eftir fyrstu kynlífsreynslunni okkar sem oftar en ekki fylgdu allskonar tilfinningar, upplifanir og stundum skrautlegar aðstæður. Flest höfum við gaman af því að rifja upp slíkar sögur, sérstaklega þegar upplifunin var góð eða allavega kómísk á einhvern hátt. Ein af fyrstu greinum Makamála á Vísi árið 2019 var samantekt á sögum fjögurra íslenskra kvenna af upplifun þeirra á fyrsta skiptinu. Nú er svo komið að karlmönnunum. Makamál tóku tal af þremur íslenskum karlmönnum sem deila hér fyrir neðan sögunni og upplifun sinni af þeirra fyrstu kynlífsreynslu. Athugið að nöfnunum hefur verið breytt. Fyrsta allt! Grétar, 37 ára - upplýsingafulltrúi. Biðina segir Grétar hafa verið vel þess virði þar sem þau þekktust orðið vel þegar kom að fyrsta skiptinu og mikið traust var til staðar í sambandinu. Getty Þetta fyrsta skipti var eiginlega fyrsta allskonar. Fyrsta ástin mín, æskuástin og bara mjög falleg minning. Þetta var líka fyrsta skiptið hennar og ég beið þolinmóður eftir því að hún væri tilbúin. Við vorum bæði sextán ára og ég man hvað mér var mikið í mun að ég myndi ná að missa sveindóminn fyrir sautján ára aldur. Það var alltaf þessi asnalega pressa frá vinunum á þessum tíma, maður vildi ekki vera síðastur í hópnum. Meira ruglið þegar maður hugsar til baka. Traustið mikilvægt En við biðum með það að sofa saman í næstum sex mánuði, þar til að rétti tíminn var kominn. Ég var búinn að heyra að fyrsta skiptið gæti verið vont fyrir stelpur og það olli mér smá kvíða, ég var stressaður yfir því að þetta yrði vont fyrir hana. Ég man að þetta var smá brösuglegt í fyrstu en við fórum mjög varlega. Ég er mjög feginn eftir á að hyggja hvað við þekktumst vel og vorum náin því að við treystum bæði hvoru öðru sem gerði þetta innilegt og fallegt þó að þetta hafi verið aðeins sárt fyrir hana fyrst. Við vorum saman lengi eftir þetta og þegar við hættum saman var ég ábyggilega alveg ár að jafna mig, ég var í svo mikilli ástarsorg. Þá kom hún. Fyrsta höfnunin.... Með full flaggað í brakandi stiga Friðrik 38 ára, kvikmyndagerðarmaður. Eitthvað var smokkatæknin að stríða Friðriki þegar á hólminn var komið.Getty Við vorum að klára 9. bekk á þessum tíma. Við vildum ekki að neinn vissi að við værum saman en við vorum í sama vinahóp svo að þetta átti að vera leyndarmál. Hún hafði meiri reynslu en ég í þessum málum svo að þetta var mjög spennandi allt. Þetta kvöld, sem við sváfum fyrst saman, þá hafði ég stolist inn um gluggann á heimili hennar til að forðast að hitta á foreldra hennar. Hún bjó í gömlu timburhúsi og það brakaði í öllu húsinu við minnstu hreyfingu. Þegar hitnaði í kolunum og það kom að því að setja smokkinn á þá varð ég eitthvað stressaður og allt stuð hvarf úr mínum manni, þú veist hvað ég meina! Ég skammaðist mín svo mikið að ég þorði ekki að segja henni frá því þannig ég laug því eðlilega að ég þyrfti að pissa. Grunsamlega lengi á baðherberginu Þá laumaðist ég af stað niður stigann, á nærbuxunum einum fata, til að fara á baðherbergið í þessu gamla timburhúsi. Ég reyndi mitt allra besta til þess að læðast en stiginn brakaði hressilega í hverju skrefi. Í minningunni hristist húsið við hvert fótatak. Ég veit ekki hvað hún hefur haldið meðan hún beið eftir mér þar sem ég var sennilega grunsamlega lengi á baðherberginu. Ég var að reyna að peppa mig í gang og safna sjálfstrausti sem tók smá tíma. Svo var það ferðin upp stigann. Aftur brakaði í öllu húsinu þegar ég læddist hálf nakinn með full flaggað upp stigann og inn í herbergið hennar aftur. Það er skemmst frá því að segja að peppið á baðherberginu skilaði sínu og gekk kvöldið því áfallalaust fyrir sig. Eftir þessa stóru stund, sem fyrsta skiptið er, var auðvitað vel við hæfi að kveðja og skríða aftur út um gluggann. Heima biðu mín svo vinir mínir sem fengu eðlilega fyrstu fréttir af afrekum kvöldsins þrátt fyrir þetta háleynilega stefnumót. Stóra landa- og smokkasmyglið í Galtalæk Skarphéðinn 43 ára - lögmaður. Þau voru líklegast fjölmörg ástarævintýrin í Galtalæk forðum daga. Getty Þetta var sumarið eftir 9. bekk. Ferðinni var heitið á Bindindishátíðina í Galtalæk, sem eftir á að hyggja átti nú lítið skylt við bindindi. Gróðrarstía fyrir unglingadrykkju með misgáfulegum uppákomum réttara sagt, en það er nú önnur saga. Við félagarnir vorum spenntir fyrir hátíðinni og fór mikill tími í bollaleggingar um það hvernig best væri að smygla landanum okkar inn á tiltekna bindindishátíð. Inni í þeim planleggingum fór nú líka einhver tími í það að ræða hvort að þessi hátíð væri ekki tilvalin til þess að hitta einhverjar stelpur. Eftir alvarlegar umræður og vangaveltur um það hver okkar væri líklegastur til að ná í stelpu þá virtust allir í hópnum það fullir sjálfstraust að við vorum tilbúnir að leggja pening undir það hver væri fyrstur til að missa sveindóminn þessa helgi. Mættar við fyrsta hæl Þannig fór að eldri bróðir eins okkar skutlaði okkur í Galtalæk en á leiðinni þangað var honum mikið í mun að leggja okkur strákunum lífsreglurnar. Stóra landasmyglið heppnaðist fullkomlega og þegar við við skyldum við bróðirinn rétti hann okkur smokkapakka með þeim fyrirmælum að við ættum að skipa þeim jafnt á milli. Hann tók það reyndar fram að honum þætti það harla ólíklegt að til smokkabrúksins kæmi sem endurspeglaði vissulega þá vantrú sem hann hafði á sjarma okkar vinanna. Þegar við vorum að tjalda kom strax til okkar smá stelpuhópur sem byrjaði að spjalla við okkur. Þær voru úr öðru bæjarfélagi en við og gengu nokkuð hreint til verks með að vilja kynnast okkur betur. Þegar tjaldið var komið upp og búið var að finna réttu blönduna fyrir landasullið voru ég og ein stelpnanna dottinn í hörkusleik fyrir framan alla. Hugsa að þetta hafi allt gerst á svona tuttugu mínútum. Verjufullir vasar Við sátum svo saman hópurinn í tjaldi og eitthvað var víst hlegið af þessum æsing í okkur en stelpan gerði sér lítið fyrir og bað alla að fara úr tjaldinu svo að við gætum verið ein. Leikar æstust frekar hratt og þegar hún renndi hendinni yfir buxnavasann minn var nokkuð augljóst að hann var stútfullur af smokkum, öllum mínum skammti. Hún hrósaði mér fyrir skynsemi og spurði strax hvort að við ættum ekki að nota þessa smokka. Ég vissi varla hvað ég hét ég var svo spenntur og hófust þá formlega þessir fyrstu lágréttu leikar mínir sem vörðu dágóða stund í tjaldi í Galtalæk. Stressaður yfir frammistöðunni Ekkert vissi ég um frammistöðu mína í þessum atlotum og ég man hvað ég var stressaður yfir því hvernig henni hafi fundist þetta allt saman. Mér fannst hún mjög sæt og var því nokkuð í mun að ég fengi allavega jákvæða umsögn. Við fórum í sitthvora áttina þarna um kvöldið og var ég alveg óviss hvernig framhaldið yrði. Ég sá hana svo síðar um kvöldið með vinkonum sínum en þorði ekki að segja neitt við hana. Hugrekkið til þess fékk ég þó aftur þegar vinkona hennar kom til mín með þau skilaboð að henni hafi fundist þetta allt mjög gaman. Slefið slitnaði svo ekki á milli okkar þessa helgi og kláraði ég samviskusamlega minn skammt af smokkunum og þurfti þá að grípa til þess örþrifaráðs að fá auka smokka frá vinum mínum, þeim til mikils ama. Ég viðurkenni það að ég upplifði mig sem einhverskonar kóng þessa verslunarmannahelgi og vann auðvitað þetta kjánalega veðmál okkar. Í dag kann ég þó engin deili á Galtarlækjarstelpunni minni eða hennar högum en heilt yfir var þetta skemmtilegt ævintýri og góð unglingaminning sem gaman er að rifja upp. Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum "Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum. 1. október 2019 21:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Flest höfum við gaman af því að rifja upp slíkar sögur, sérstaklega þegar upplifunin var góð eða allavega kómísk á einhvern hátt. Ein af fyrstu greinum Makamála á Vísi árið 2019 var samantekt á sögum fjögurra íslenskra kvenna af upplifun þeirra á fyrsta skiptinu. Nú er svo komið að karlmönnunum. Makamál tóku tal af þremur íslenskum karlmönnum sem deila hér fyrir neðan sögunni og upplifun sinni af þeirra fyrstu kynlífsreynslu. Athugið að nöfnunum hefur verið breytt. Fyrsta allt! Grétar, 37 ára - upplýsingafulltrúi. Biðina segir Grétar hafa verið vel þess virði þar sem þau þekktust orðið vel þegar kom að fyrsta skiptinu og mikið traust var til staðar í sambandinu. Getty Þetta fyrsta skipti var eiginlega fyrsta allskonar. Fyrsta ástin mín, æskuástin og bara mjög falleg minning. Þetta var líka fyrsta skiptið hennar og ég beið þolinmóður eftir því að hún væri tilbúin. Við vorum bæði sextán ára og ég man hvað mér var mikið í mun að ég myndi ná að missa sveindóminn fyrir sautján ára aldur. Það var alltaf þessi asnalega pressa frá vinunum á þessum tíma, maður vildi ekki vera síðastur í hópnum. Meira ruglið þegar maður hugsar til baka. Traustið mikilvægt En við biðum með það að sofa saman í næstum sex mánuði, þar til að rétti tíminn var kominn. Ég var búinn að heyra að fyrsta skiptið gæti verið vont fyrir stelpur og það olli mér smá kvíða, ég var stressaður yfir því að þetta yrði vont fyrir hana. Ég man að þetta var smá brösuglegt í fyrstu en við fórum mjög varlega. Ég er mjög feginn eftir á að hyggja hvað við þekktumst vel og vorum náin því að við treystum bæði hvoru öðru sem gerði þetta innilegt og fallegt þó að þetta hafi verið aðeins sárt fyrir hana fyrst. Við vorum saman lengi eftir þetta og þegar við hættum saman var ég ábyggilega alveg ár að jafna mig, ég var í svo mikilli ástarsorg. Þá kom hún. Fyrsta höfnunin.... Með full flaggað í brakandi stiga Friðrik 38 ára, kvikmyndagerðarmaður. Eitthvað var smokkatæknin að stríða Friðriki þegar á hólminn var komið.Getty Við vorum að klára 9. bekk á þessum tíma. Við vildum ekki að neinn vissi að við værum saman en við vorum í sama vinahóp svo að þetta átti að vera leyndarmál. Hún hafði meiri reynslu en ég í þessum málum svo að þetta var mjög spennandi allt. Þetta kvöld, sem við sváfum fyrst saman, þá hafði ég stolist inn um gluggann á heimili hennar til að forðast að hitta á foreldra hennar. Hún bjó í gömlu timburhúsi og það brakaði í öllu húsinu við minnstu hreyfingu. Þegar hitnaði í kolunum og það kom að því að setja smokkinn á þá varð ég eitthvað stressaður og allt stuð hvarf úr mínum manni, þú veist hvað ég meina! Ég skammaðist mín svo mikið að ég þorði ekki að segja henni frá því þannig ég laug því eðlilega að ég þyrfti að pissa. Grunsamlega lengi á baðherberginu Þá laumaðist ég af stað niður stigann, á nærbuxunum einum fata, til að fara á baðherbergið í þessu gamla timburhúsi. Ég reyndi mitt allra besta til þess að læðast en stiginn brakaði hressilega í hverju skrefi. Í minningunni hristist húsið við hvert fótatak. Ég veit ekki hvað hún hefur haldið meðan hún beið eftir mér þar sem ég var sennilega grunsamlega lengi á baðherberginu. Ég var að reyna að peppa mig í gang og safna sjálfstrausti sem tók smá tíma. Svo var það ferðin upp stigann. Aftur brakaði í öllu húsinu þegar ég læddist hálf nakinn með full flaggað upp stigann og inn í herbergið hennar aftur. Það er skemmst frá því að segja að peppið á baðherberginu skilaði sínu og gekk kvöldið því áfallalaust fyrir sig. Eftir þessa stóru stund, sem fyrsta skiptið er, var auðvitað vel við hæfi að kveðja og skríða aftur út um gluggann. Heima biðu mín svo vinir mínir sem fengu eðlilega fyrstu fréttir af afrekum kvöldsins þrátt fyrir þetta háleynilega stefnumót. Stóra landa- og smokkasmyglið í Galtalæk Skarphéðinn 43 ára - lögmaður. Þau voru líklegast fjölmörg ástarævintýrin í Galtalæk forðum daga. Getty Þetta var sumarið eftir 9. bekk. Ferðinni var heitið á Bindindishátíðina í Galtalæk, sem eftir á að hyggja átti nú lítið skylt við bindindi. Gróðrarstía fyrir unglingadrykkju með misgáfulegum uppákomum réttara sagt, en það er nú önnur saga. Við félagarnir vorum spenntir fyrir hátíðinni og fór mikill tími í bollaleggingar um það hvernig best væri að smygla landanum okkar inn á tiltekna bindindishátíð. Inni í þeim planleggingum fór nú líka einhver tími í það að ræða hvort að þessi hátíð væri ekki tilvalin til þess að hitta einhverjar stelpur. Eftir alvarlegar umræður og vangaveltur um það hver okkar væri líklegastur til að ná í stelpu þá virtust allir í hópnum það fullir sjálfstraust að við vorum tilbúnir að leggja pening undir það hver væri fyrstur til að missa sveindóminn þessa helgi. Mættar við fyrsta hæl Þannig fór að eldri bróðir eins okkar skutlaði okkur í Galtalæk en á leiðinni þangað var honum mikið í mun að leggja okkur strákunum lífsreglurnar. Stóra landasmyglið heppnaðist fullkomlega og þegar við við skyldum við bróðirinn rétti hann okkur smokkapakka með þeim fyrirmælum að við ættum að skipa þeim jafnt á milli. Hann tók það reyndar fram að honum þætti það harla ólíklegt að til smokkabrúksins kæmi sem endurspeglaði vissulega þá vantrú sem hann hafði á sjarma okkar vinanna. Þegar við vorum að tjalda kom strax til okkar smá stelpuhópur sem byrjaði að spjalla við okkur. Þær voru úr öðru bæjarfélagi en við og gengu nokkuð hreint til verks með að vilja kynnast okkur betur. Þegar tjaldið var komið upp og búið var að finna réttu blönduna fyrir landasullið voru ég og ein stelpnanna dottinn í hörkusleik fyrir framan alla. Hugsa að þetta hafi allt gerst á svona tuttugu mínútum. Verjufullir vasar Við sátum svo saman hópurinn í tjaldi og eitthvað var víst hlegið af þessum æsing í okkur en stelpan gerði sér lítið fyrir og bað alla að fara úr tjaldinu svo að við gætum verið ein. Leikar æstust frekar hratt og þegar hún renndi hendinni yfir buxnavasann minn var nokkuð augljóst að hann var stútfullur af smokkum, öllum mínum skammti. Hún hrósaði mér fyrir skynsemi og spurði strax hvort að við ættum ekki að nota þessa smokka. Ég vissi varla hvað ég hét ég var svo spenntur og hófust þá formlega þessir fyrstu lágréttu leikar mínir sem vörðu dágóða stund í tjaldi í Galtalæk. Stressaður yfir frammistöðunni Ekkert vissi ég um frammistöðu mína í þessum atlotum og ég man hvað ég var stressaður yfir því hvernig henni hafi fundist þetta allt saman. Mér fannst hún mjög sæt og var því nokkuð í mun að ég fengi allavega jákvæða umsögn. Við fórum í sitthvora áttina þarna um kvöldið og var ég alveg óviss hvernig framhaldið yrði. Ég sá hana svo síðar um kvöldið með vinkonum sínum en þorði ekki að segja neitt við hana. Hugrekkið til þess fékk ég þó aftur þegar vinkona hennar kom til mín með þau skilaboð að henni hafi fundist þetta allt mjög gaman. Slefið slitnaði svo ekki á milli okkar þessa helgi og kláraði ég samviskusamlega minn skammt af smokkunum og þurfti þá að grípa til þess örþrifaráðs að fá auka smokka frá vinum mínum, þeim til mikils ama. Ég viðurkenni það að ég upplifði mig sem einhverskonar kóng þessa verslunarmannahelgi og vann auðvitað þetta kjánalega veðmál okkar. Í dag kann ég þó engin deili á Galtarlækjarstelpunni minni eða hennar högum en heilt yfir var þetta skemmtilegt ævintýri og góð unglingaminning sem gaman er að rifja upp.
Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum "Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum. 1. október 2019 21:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56
Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08
Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum "Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum. 1. október 2019 21:15