Lífið

Bóta­greiðslur kirkjunnar fari í sjóð til­einkaðan hin­segin fólki

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lin-Manuel Miranda á sviði á Broadway eftir síðustu sýningu sína í hlutverki Alexander Hamilton.
Lin-Manuel Miranda á sviði á Broadway eftir síðustu sýningu sína í hlutverki Alexander Hamilton. Getty/Bruce Glikas

Door Allen kirkjan í Texas sem sögð er hafa sýnt „Hamilton“ söngleikinn í leyfisleysi hefur nú formlega beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist muna greiða bætur vegna þessa.

Kirkjan í Texas komst í fréttir á dögunum fyrir það að sýna geysi vinsæla söngleikinn „Hamilton“ í leyfisleysi, ekki nóg með það heldur var textum og lögum breytt til þess að endurspegla trúarlegri þemu. Kirkjan sýndi söngleikinn 5. og 6. ágúst síðastliðinn.

Þess má geta að kirkjan til dæmis talaði gegn samkynhneigð í lok sýningarinnar og líkti henni við það að vera með fíknisjúkdóm.

Dæmi um breytingarnar má sjá hér að neðan.

CNN greinir frá því að prestur kirkjunnar hafi nú viðurkennt að kirkjan hafi sýnt söngleikinn í leyfisleysi og brotið lög um höfundarétt, hann átti sig á því að kirkjan hafi ekki farið löglegar leiðir að því að fá leyfi til þess að sýna söngleikinn. Hann biður Lin Manuel-Miranda höfund verksins, afsökunar og segir kirkjuna muna greiða skemmdir vegna sýninganna.

Tilkynningu frá kirkjunni vegna málsins má sjá hér.

Kirkjan og meðlimir safnaðarins muni sjá til þess að upptökum af söngleiknum verði eytt en upptökur af söngleiknum hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlunum Twitter og Tiktok.

Talsmaður söngleiksins segir að peningurinn sem kirkjan greiði muni fara til góðgerðarmála en þá sérstaklega góðgerðarfélagsins „South Texas Equality Project,“ félagið styður hinsegin fólk í Texas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.