Lífið

Gætir þú hugsað þér að vera í fjarbúð?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ætli það gæti verið einfaldara í einhverjum tilvikum fyrir pör að búa í sitthvoru lagi? 
Ætli það gæti verið einfaldara í einhverjum tilvikum fyrir pör að búa í sitthvoru lagi?  Getty

Þau kynnast og verða ástfangin. Allt er eitthvað svo fullkomið. Þau verða par. Hann á tvö börn úr fyrra sambandi og hún á þrjú. Þau elska að vera sem mest saman en svo er það þetta með börnin, fjölskylduna, búsetuna og framtíðina.

Það er ekki sjálfgefið að það gangi alltaf vel að púsla saman nýjum fjölskyldum. Það getur reynst fólki flókið, erfitt og í einhverjum tilvikum gengur það hreinlega ekki upp að blanda tveimur fjölskyldum í eina. 

Sumir sjá þá kannski ekki framtíð í sambandinu meðan aðrir leita leiða til að láta það ganga, jafnvel með því að aðskilja að mestu fjölskyldulífið með börnunum frá parasambandinu. Barnavikan með börnunum og hin vikan með makanum, sem dæmi. 

Svo eru það alltaf einhverjir sem kjósa frekar fjarbúð en sambúð óháð fjölskyldumálum og líður betur með að halda hluta af lífinu aðskildu.

Sambands- og fjölskylduform hafa breyst og þróast mikið síðustu ár og áratugi og virðist fólk óhræddara við sníða sér stakk eftir vexti, ef svo má að orði komast, þegar kemur að ástinni og fjölskyldumálum. 

Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið að svara þeirri könnun sem á best við.


Konur svara hér: 

Karlar svara hér: 

Kynsegin svara hér: 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.