Eins og tilkynnt var hér á Lífinu í gær mun Aron feta í fótspor þeirra Simma og Jóa þegar hann verður kynnir í Idol ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í vetur. Gústa B fannst því tilvalið að stríða nýja Idol kynninum aðeins.
Simmi gerði grín að því að Aron væri algjörlega að elta sig, enda var hann einnig að opna veitingastað á dögunum og eins og flestir vita hefur Simmi verið mörg ár í veitingabransanum.
„Viltu ekki bara vera ég Aron?“ spurði Simmi strax í byrjun símtalsins. Lét hann Aron svo æfa Idol setningar eins og „Hnetan hefur talað.“ Símtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræða þeir Gústi B og Páll Orri meðal annars við Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, nýkrýnda Miss Universe Iceland 2022.