Það eru eflaust margir afarnir sem hafa átt þátt í því að koma barnabörnum í maríulax og þannig var það hjá undirrituðum þegar hann var tólf ára. Það er þó einn snáði sem toppar það og gott betur en Jón Emil fimm ára veiðistrákur landaði maríulaxinum sínum fyrir skemmstu við veiðar ásamt afa sínum Kjartani Erni við Urriðaá á Mýrum. Eins og öllum alvöru veiðimönnum sæmir beit Jón Emil veiðiuggan af sér til happs og heilla fyrir alla veiðitúra sem framundan eru hjá þessum unga og efnilega veiðimanni.
Til hamingju :)