Vill ekki sjá LIV-mennina á stórmótinu: „Hata áhrifin sem þetta hefur á golfið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 11:31 TOUR Championship - Final Round ATLANTA, GEORGIA - AUGUST 28: Rory McIlroy of Northern Ireland celebrates with the FedEx Cup after winning during the final round of the TOUR Championship at East Lake Golf Club on August 28, 2022 in Atlanta, Georgia. (Photo by Kevin C. Cox/Getty Images) Getty Images Kylfingurinn Rory McIlroy er ekki spenntur fyrir því að keppa við kylfinga af LIV-mótaröðinni á PGA-meistaramótinu sem fram undan er. McIlroy vann FedEx-bikarinn um helgina og varð þannig sá fyrsti í sögunni til að vinna mótið þrisvar sinnum á ferlinum. Hann er á meðal háværustu gagnrýnenda hinnar nýlega stofnuðu LIV-mótaraðar sem er fjármögnuð af yfirvöldum í Sádí-Arabíu og hann ítrekaði stöðu sína eftir að hafa fagnað sigri á einum af stærstu titlum PGA-mótaraðarinnar. „Ég hata hvaða áhrif þetta hefur á golfið,“ sagði McIlroy um LIV-mótaröðina. Fjölmargir kylfingar hafa yfirgefið PGA-mótaröðina fyrir LIV sem heldur átta mót á þessu ári en stefnir að því að verða mótaröð á næsta ári sem veitir PGA samkeppni. Brooks Koepka, Phil Mickelson, Bryson DeChambeau og Dustin Johnson eru á meðal þeirra sem hafa skipt yfir en yfirmenn hjá PGA-mótaröðinni brást við með því að setja þá í bann frá mótum á sínum snærum. Keppendur á DP World Tour, Evrópumótaraða hluta PGA, sem hafa skipt yfir á LIV hafa aftur á móti fengið banni sínu frá keppnum PGA lyft tímabundið. Þeir munu því geta tekið þátt á PGA-meistaramótinu sem fer fram 8.-11. september. Lee Westwood, Sergio Garcia og Ian Poulter eru því á meðal kylfinga á LIV-mótaröðinni sem geta tekið þátt, en alls er búist við að 19 kylfingar af LIV-mótaröðinni verði með á mótinu. „Ég hata það, virkilega. Það verður erfitt að taka því að þeir geti mætt á Wentworth eftir tvær vikur og að sjá þá alla þarna. Mér finnst það ekki í lagi,“ segir McIlroy. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. PGA-meistaramótið LIV-mótaröðin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy vann FedEx-bikarinn um helgina og varð þannig sá fyrsti í sögunni til að vinna mótið þrisvar sinnum á ferlinum. Hann er á meðal háværustu gagnrýnenda hinnar nýlega stofnuðu LIV-mótaraðar sem er fjármögnuð af yfirvöldum í Sádí-Arabíu og hann ítrekaði stöðu sína eftir að hafa fagnað sigri á einum af stærstu titlum PGA-mótaraðarinnar. „Ég hata hvaða áhrif þetta hefur á golfið,“ sagði McIlroy um LIV-mótaröðina. Fjölmargir kylfingar hafa yfirgefið PGA-mótaröðina fyrir LIV sem heldur átta mót á þessu ári en stefnir að því að verða mótaröð á næsta ári sem veitir PGA samkeppni. Brooks Koepka, Phil Mickelson, Bryson DeChambeau og Dustin Johnson eru á meðal þeirra sem hafa skipt yfir en yfirmenn hjá PGA-mótaröðinni brást við með því að setja þá í bann frá mótum á sínum snærum. Keppendur á DP World Tour, Evrópumótaraða hluta PGA, sem hafa skipt yfir á LIV hafa aftur á móti fengið banni sínu frá keppnum PGA lyft tímabundið. Þeir munu því geta tekið þátt á PGA-meistaramótinu sem fer fram 8.-11. september. Lee Westwood, Sergio Garcia og Ian Poulter eru því á meðal kylfinga á LIV-mótaröðinni sem geta tekið þátt, en alls er búist við að 19 kylfingar af LIV-mótaröðinni verði með á mótinu. „Ég hata það, virkilega. Það verður erfitt að taka því að þeir geti mætt á Wentworth eftir tvær vikur og að sjá þá alla þarna. Mér finnst það ekki í lagi,“ segir McIlroy. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
PGA-meistaramótið LIV-mótaröðin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira