Fjórir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru á dagskrá í dag, tveir klukkan 16:30 og aðrir tveir klukkan 18:45.
Klukkan 16:30 er það annars vegar viðureign Sampdoria og Lazio sem sýnd verður á Stöð 2 Sport 2 og hins vegar viðureign Udinese og Fiorentina á Stöð 2 Sport 3.
Stórliðin Juventus og Napoli mæta svo til leiks klukkan 18:45, en Juventus tekur á móti Spezia á Stöð 2 Sport 2 á meðan Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce heimsækja Napoli á Stöð 2 Sport 3.
Babe Patrol er svo á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 í kvöld.