„Það er kannski einhverjum sem finnst þetta órómantískt og vilja kannski lifa meira í flæði,“ sagði Þóra um verkefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
„En ég held að með því að reka heimilið meira eins og fyrirtæki og við tökum ákveðin tól og tæki sem eru notuð í stjórnun og rekstri fyrirtækja þá megi líka gera hlutina á heimilinu með skilvirkari hætti. Sem skilar okkur megin frítíma til að skappa minningar.“
Þóra telur að með þessum hætti þá hafi einstaklingar meiri tíma fyrir aðra fjölskyldumeðlimi og til að rækta sjálfan sig og samband við maka og svo framvegis. Með þessu hafi fólk betra jafnvægi og meiri tíma. Hún segir að þetta snúist um meira en bara peningana og nefnir framtíðarsýn, markmiðasetningu og stefnumótun sem dæmi.
„Hvernig fjölskylda viljum við vera“
Hver er ekki að standa sig?
Að hennar mati ættu fjölskyldur að ákveða gildin sín, sem endurspeglist í einu og öllu.
„Hvaða markmiðum viljum við ná sem fjölskylda?“
Þóra telur að fjölskyldan eigi að vera með gott skipulag, verklag og stefnu og halda fjölskyldufundi til að fara yfir þessi mál. Þetta geti aðstoðað með verkaskiptingu á heimilinu, allir hafi ákveðin ábyrgðarhlutverk. Hún tók sem dæmi strúktúr á heimilisstörfum.
„Þá er hægt að sjá mjög skýrt hver er að gera hvað, hver er ekki að standa sig og svo framvegis. Þarna er líka tækifæri til að láta alla fá tækifæri og ábyrgð.“
Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.