„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. september 2022 11:30 Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Gunnlöð Jóna Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég myndi bara segja listamaður í mótun og stöðugri leit að leiðum til að tengjast fólkinu og umhverfinu í kringum mig í gegnum líf og list. Því lífið er list ef maður er opinn fyrir því. Ef ég ætti að gefa jarðtengdara svar þá væri það 24 ára Reykjavíkurmær sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvað veitir þér innblástur? Eins og ég sagði áðan þá er lífið list ef maður er opin fyrir því svo ég reyni að finna innblástur í öllu. Hvort sem það er veruleikinn í kringum mig, vinir, fjölskylda og atburðir eða listform eins og tónlist, bíó og leikhús. Ég hef samt sérstakan áhuga á orðum og er alltaf að leita að litlum setningum og brotum sem setja eitthvað í samhengi fyrir mér. Það er fátt betra en að finna lítið ljóð eða heilræði sem hjálpar manni að skilja sjálfa sig eða fólkið í kringum mann. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Fyrir mig er það að vera skapandi. En annars hjálpar það mér líka mest að takmarka áreiti eins og samfélagsmiðla um stund og einblína á það sem skiptir mig máli. Verja tíma með fólkinu mínu, fara út í náttúruna, sofa vel og borða góðan mat. Ég reyni líka að vera meðvituð um að hausinn á mér er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi og það er á minni ábyrgð að það sé fallegur og öruggur staður. Það getur verið erfitt að hleypa ekki óþægilegum hugsunum inn en þá finnst mér auðveldara að reyna að búa til jákvæðar og nærandi hugsanir. Ef maður æfir sig í því þá verður alltaf auðveldara að halda þeim í meiri hluta. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Eins og er þá vinn ég mest á kvöldin og um helgar við að spila og koma fram. Þannig ég reyni bara að vakna einhverntíman fyrir hádegi og fá mér kaffi. Ég kemst stutt áfram án þess. Á góðum degi næ ég að kíkja í rækt eða sund. Þar næst sinni ég vinnu sem getur verið ólík frá degi til dags. Það er allskonar skipulag og bókanir. Ég er oft að læra texta eða undirbúa hlutverk, útgáfur eða gigg. Ég fer líka nokkrum sinnum í viku upp í Tónhyl þar sem ég er með hljóðver og vinn í tónlist. Þessa dagana er ég að vinna í næsta lagi sem heitir Vinir sem er væntanlegt bráðlega. Á kvöldin mæti ég svo upp í leikhús eða á bókuð gigg. Ef ég er ekki að deyja úr þreytu eftir það horfi ég kannski á einn þátt uppi í sófa þegar ég kem heim til að ná mér niður eftir daginn. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Uppáhalds lag og af hverju? Ég hef haldið upp á lagið As the world falls down með David Bowie frá því að ég man eftir mér. Það er úr kvikmyndinni Labyrinth sem er mjög steiktur fantasíu söngleikur sem hann lék bæði í og gerði músíkina. Myndin er soldið absúrd en þetta lag finnst mér færa hana alveg inn í hjartað. Lagið hefur margar merkingar fyrir mér og hefur verið uppáhalds lagið mitt í gegnum lífið frá því ég var barn. Uppáhalds matur og af hverju? Það er fátt betra en fiskisúpa í mínum huga. Það er hægt að fara svo margar leiðir að henni. Það er hægt að skella í snögga og ódýra súpu eða nostra við hana með betri hráefnum og borða hana við fínustu tilefni. Ég vil helst samt ekki skelfisk í hana. Bara góðan fisk og þá er ég alltaf sátt. Besta ráð sem þú hefur fengið? Amma mín er mín stærsta fyrirmynd og skortir aldrei heilræði. Hún talar mikið um að velja hið bjarta og jákvæða og taka lífinu mátulega alvarlega. Svo ef ég er kvíðin eða stressuð segir hún alltaf; þetta fer aldrei verr en djöfullega. Mér finnst það aðallega svo fyndið að ef ég hugsa þetta mæti ég lífinu með meiri léttleika. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Þegar stórt er spurt. Ætli það sé ekki óvissan. Allar gjafirnar sem lífið á eftir að færa manni, litlar og stórar. Það er engin leið til að vita fyrirfram. Lífið finnur stöðugt leið til að koma manni á óvart þegar maður heldur að maður sé kominn með hlutina á hreint. Það er ógnvekjandi en líka fallega spennandi. Innblásturinn Leikhús Tónlist Tengdar fréttir „Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20. ágúst 2022 11:30 Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 13. ágúst 2022 11:30 „Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31 „Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“ Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 30. júlí 2022 11:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég myndi bara segja listamaður í mótun og stöðugri leit að leiðum til að tengjast fólkinu og umhverfinu í kringum mig í gegnum líf og list. Því lífið er list ef maður er opinn fyrir því. Ef ég ætti að gefa jarðtengdara svar þá væri það 24 ára Reykjavíkurmær sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvað veitir þér innblástur? Eins og ég sagði áðan þá er lífið list ef maður er opin fyrir því svo ég reyni að finna innblástur í öllu. Hvort sem það er veruleikinn í kringum mig, vinir, fjölskylda og atburðir eða listform eins og tónlist, bíó og leikhús. Ég hef samt sérstakan áhuga á orðum og er alltaf að leita að litlum setningum og brotum sem setja eitthvað í samhengi fyrir mér. Það er fátt betra en að finna lítið ljóð eða heilræði sem hjálpar manni að skilja sjálfa sig eða fólkið í kringum mann. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Fyrir mig er það að vera skapandi. En annars hjálpar það mér líka mest að takmarka áreiti eins og samfélagsmiðla um stund og einblína á það sem skiptir mig máli. Verja tíma með fólkinu mínu, fara út í náttúruna, sofa vel og borða góðan mat. Ég reyni líka að vera meðvituð um að hausinn á mér er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi og það er á minni ábyrgð að það sé fallegur og öruggur staður. Það getur verið erfitt að hleypa ekki óþægilegum hugsunum inn en þá finnst mér auðveldara að reyna að búa til jákvæðar og nærandi hugsanir. Ef maður æfir sig í því þá verður alltaf auðveldara að halda þeim í meiri hluta. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Eins og er þá vinn ég mest á kvöldin og um helgar við að spila og koma fram. Þannig ég reyni bara að vakna einhverntíman fyrir hádegi og fá mér kaffi. Ég kemst stutt áfram án þess. Á góðum degi næ ég að kíkja í rækt eða sund. Þar næst sinni ég vinnu sem getur verið ólík frá degi til dags. Það er allskonar skipulag og bókanir. Ég er oft að læra texta eða undirbúa hlutverk, útgáfur eða gigg. Ég fer líka nokkrum sinnum í viku upp í Tónhyl þar sem ég er með hljóðver og vinn í tónlist. Þessa dagana er ég að vinna í næsta lagi sem heitir Vinir sem er væntanlegt bráðlega. Á kvöldin mæti ég svo upp í leikhús eða á bókuð gigg. Ef ég er ekki að deyja úr þreytu eftir það horfi ég kannski á einn þátt uppi í sófa þegar ég kem heim til að ná mér niður eftir daginn. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Uppáhalds lag og af hverju? Ég hef haldið upp á lagið As the world falls down með David Bowie frá því að ég man eftir mér. Það er úr kvikmyndinni Labyrinth sem er mjög steiktur fantasíu söngleikur sem hann lék bæði í og gerði músíkina. Myndin er soldið absúrd en þetta lag finnst mér færa hana alveg inn í hjartað. Lagið hefur margar merkingar fyrir mér og hefur verið uppáhalds lagið mitt í gegnum lífið frá því ég var barn. Uppáhalds matur og af hverju? Það er fátt betra en fiskisúpa í mínum huga. Það er hægt að fara svo margar leiðir að henni. Það er hægt að skella í snögga og ódýra súpu eða nostra við hana með betri hráefnum og borða hana við fínustu tilefni. Ég vil helst samt ekki skelfisk í hana. Bara góðan fisk og þá er ég alltaf sátt. Besta ráð sem þú hefur fengið? Amma mín er mín stærsta fyrirmynd og skortir aldrei heilræði. Hún talar mikið um að velja hið bjarta og jákvæða og taka lífinu mátulega alvarlega. Svo ef ég er kvíðin eða stressuð segir hún alltaf; þetta fer aldrei verr en djöfullega. Mér finnst það aðallega svo fyndið að ef ég hugsa þetta mæti ég lífinu með meiri léttleika. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Þegar stórt er spurt. Ætli það sé ekki óvissan. Allar gjafirnar sem lífið á eftir að færa manni, litlar og stórar. Það er engin leið til að vita fyrirfram. Lífið finnur stöðugt leið til að koma manni á óvart þegar maður heldur að maður sé kominn með hlutina á hreint. Það er ógnvekjandi en líka fallega spennandi.
Innblásturinn Leikhús Tónlist Tengdar fréttir „Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20. ágúst 2022 11:30 Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 13. ágúst 2022 11:30 „Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31 „Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“ Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 30. júlí 2022 11:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“ Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 20. ágúst 2022 11:30
Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 13. ágúst 2022 11:30
„Ég gef ekki ráð“ Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 6. ágúst 2022 11:31
„Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“ Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 30. júlí 2022 11:30