Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 13:00 Samruni Microsoft og Activision Blizzard yrði sá stærsti í leikjaiðnaðinum. Getty/Hakan Nural Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum. Á vef Samkeppniseftirlits Bretlands segir að kaupin verði skoðuðu nánar, gefi forsvarsmenn þeirra ekki góðar ástæður fyrir því að samruni fyrirtækjanna muni ekki koma niður á samkeppni. Forsvarsmenn Microsoft tilkynntu í janúar að skrifað hefði verið undir samkomulag um að fyrirtækið myndi kaupa Activision Blizzard á 68,7 milljarði dala. Það samsvarar í dag tæplega tíu þúsund milljörðum króna. Bæði fyrirtækin eru meðal þeirra stærstu á sviðið leikjafyrirtækja í heiminum. AP fréttaveitan segir Breta ekki þá einu sem hafi áhyggjur af samrunanum og nefnir yfirvöld í Nýja-Sjálandi, Brasilíu og í Bandaríkjunum. Sjö mánuðum eftir að kaupin voru opinberuðu séu yfirvöld í Sádi-Arabíu þau einu sem hafa veitt samrunanum samþykki. Fréttaveitan segir að stærð bæði Microsoft og Activision Blizzard hafi leitt til þess að kaupin eru til skoðunar víða um heim. Þetta yrði stærsti samruninn í sögu leikjageirans. Í Bandaríkjunum nýtur Microsoft þó nokkuð góðs orðspors þessa dagana. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að byggja það orðspor upp, meðal annars með því að stofna verkalýðsfélag og vegna afstöðu fyrirtækisins gagnvart persónuupplýsingum. Það sama má ekki segja um Activision Blizzard en þaðan hafa á undanförnum árum borist margar neikvæðar fréttir og þá sérstaklega fréttir um eitrað andrúmsloft og áreiti og ofbeldi í garð kvenna. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í fyrra vegna málsins og vegna aðgerðaleysis stjórnenda. í bréfi sem forsvarsmenn Sony sendu til yfirvalda í Brasilíu lýsa þeir yfir sérstökum áhyggjum af því að Microsoft stjórni Call of Duty leikjunum. Þeir hafi svo djúpar rætur í samfélagi leikjaspilara og séu svo vinsælir að ómögulegt væri fyrir samkeppnisaðila Microsoft að keppa við leikina, taki forsvarsmenn sameinaðs fyrirtækis Microsofts og Activision Blizzard að hætta að gefa leikina út fyrir PlayStation leikjatölvur og gefa þá þess í stað eingöngu út fyrir Xbox og PC. Sony hefur lengi átt í miklu samstarfi við Activision. Eins og bent er á í frétt Eurogamer hefur Sony meðal annars tekið mikinn þátt í markaðssetningu Call of Duty leikja og greitt Activision fyrir aukin fríðindi PlayStation eigenda í leikjunum. Brad Smith, forstjóri Microsoft, hefur sagt að leikir eins og Call of Duty yrðu áfram aðgengilegir í PlayStation-leikjatölvum, lengur en núverandi samningar segi til um og inn í framtíðina. Forsvarsmenn Sony hafa áður sagt að þeir eigi von á því að leikir sameinaðs MAB verði áfram aðgengilegir fyrir eigendur PlayStation-leikjatölva. Sjá einnig: Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Vert er að benda á það að eftir að Microsoft keypti Bethesda, sem gerir meðal annars vinsæla leiki eins og Elder Scrolls og Fallout, var tilkynnt að Starfield, næsti leikur fyrirtækisins, verði einungis aðgengilegur í xBox og PC. Forstjóri Microsoft Gaming hefur sömuleiðis gefið í skyn að það muni einnig eiga við um næsta Elder Scrolls 6. Miklar sviptingar Undanfarin ár hefur Microsoft keypt þó nokkur leikjafyrirtæki af smærri gerðinni. Fyrirtækið keypti svo í fyrra ZeniMax Media, sem gefur meðal annars út Elder Scrolls-, Doom-, og Fallout-leikina. Fleiri sviptingar hafa orðið í heimi tölvuleikjaframleiðenda á undanförnum mánuðum en þó engar á sama stærðarskala og kaup Microsoft á Activision Blizzard. Má nefna það að Sony keypti leikjafyrirtækið Bungie og Take Two, sem gefur út Grand Theft Auto-leikina, keypti fyrirtækið Zynga. Sjá einnig: Sony kaupir leikjarisann Bungie Þar að auki hafa á undanförnum vikum borist fréttir af því að forsvarsmenn Amazon hafi áhuga á að kaupa EA Games, einn stærsta leikjaútgefanda heims. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar og hafa sömuleiðis borist fregnir af því að upprunalegu fregnirnar séu rangar. Leikjavísir Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Á vef Samkeppniseftirlits Bretlands segir að kaupin verði skoðuðu nánar, gefi forsvarsmenn þeirra ekki góðar ástæður fyrir því að samruni fyrirtækjanna muni ekki koma niður á samkeppni. Forsvarsmenn Microsoft tilkynntu í janúar að skrifað hefði verið undir samkomulag um að fyrirtækið myndi kaupa Activision Blizzard á 68,7 milljarði dala. Það samsvarar í dag tæplega tíu þúsund milljörðum króna. Bæði fyrirtækin eru meðal þeirra stærstu á sviðið leikjafyrirtækja í heiminum. AP fréttaveitan segir Breta ekki þá einu sem hafi áhyggjur af samrunanum og nefnir yfirvöld í Nýja-Sjálandi, Brasilíu og í Bandaríkjunum. Sjö mánuðum eftir að kaupin voru opinberuðu séu yfirvöld í Sádi-Arabíu þau einu sem hafa veitt samrunanum samþykki. Fréttaveitan segir að stærð bæði Microsoft og Activision Blizzard hafi leitt til þess að kaupin eru til skoðunar víða um heim. Þetta yrði stærsti samruninn í sögu leikjageirans. Í Bandaríkjunum nýtur Microsoft þó nokkuð góðs orðspors þessa dagana. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að byggja það orðspor upp, meðal annars með því að stofna verkalýðsfélag og vegna afstöðu fyrirtækisins gagnvart persónuupplýsingum. Það sama má ekki segja um Activision Blizzard en þaðan hafa á undanförnum árum borist margar neikvæðar fréttir og þá sérstaklega fréttir um eitrað andrúmsloft og áreiti og ofbeldi í garð kvenna. Fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í fyrra vegna málsins og vegna aðgerðaleysis stjórnenda. í bréfi sem forsvarsmenn Sony sendu til yfirvalda í Brasilíu lýsa þeir yfir sérstökum áhyggjum af því að Microsoft stjórni Call of Duty leikjunum. Þeir hafi svo djúpar rætur í samfélagi leikjaspilara og séu svo vinsælir að ómögulegt væri fyrir samkeppnisaðila Microsoft að keppa við leikina, taki forsvarsmenn sameinaðs fyrirtækis Microsofts og Activision Blizzard að hætta að gefa leikina út fyrir PlayStation leikjatölvur og gefa þá þess í stað eingöngu út fyrir Xbox og PC. Sony hefur lengi átt í miklu samstarfi við Activision. Eins og bent er á í frétt Eurogamer hefur Sony meðal annars tekið mikinn þátt í markaðssetningu Call of Duty leikja og greitt Activision fyrir aukin fríðindi PlayStation eigenda í leikjunum. Brad Smith, forstjóri Microsoft, hefur sagt að leikir eins og Call of Duty yrðu áfram aðgengilegir í PlayStation-leikjatölvum, lengur en núverandi samningar segi til um og inn í framtíðina. Forsvarsmenn Sony hafa áður sagt að þeir eigi von á því að leikir sameinaðs MAB verði áfram aðgengilegir fyrir eigendur PlayStation-leikjatölva. Sjá einnig: Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Vert er að benda á það að eftir að Microsoft keypti Bethesda, sem gerir meðal annars vinsæla leiki eins og Elder Scrolls og Fallout, var tilkynnt að Starfield, næsti leikur fyrirtækisins, verði einungis aðgengilegur í xBox og PC. Forstjóri Microsoft Gaming hefur sömuleiðis gefið í skyn að það muni einnig eiga við um næsta Elder Scrolls 6. Miklar sviptingar Undanfarin ár hefur Microsoft keypt þó nokkur leikjafyrirtæki af smærri gerðinni. Fyrirtækið keypti svo í fyrra ZeniMax Media, sem gefur meðal annars út Elder Scrolls-, Doom-, og Fallout-leikina. Fleiri sviptingar hafa orðið í heimi tölvuleikjaframleiðenda á undanförnum mánuðum en þó engar á sama stærðarskala og kaup Microsoft á Activision Blizzard. Má nefna það að Sony keypti leikjafyrirtækið Bungie og Take Two, sem gefur út Grand Theft Auto-leikina, keypti fyrirtækið Zynga. Sjá einnig: Sony kaupir leikjarisann Bungie Þar að auki hafa á undanförnum vikum borist fréttir af því að forsvarsmenn Amazon hafi áhuga á að kaupa EA Games, einn stærsta leikjaútgefanda heims. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar og hafa sömuleiðis borist fregnir af því að upprunalegu fregnirnar séu rangar.
Leikjavísir Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira