Gætir þú hugsað þér að fara á hraðstefnumót? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. september 2022 11:43 Heldur þú fast í hefðir þegar kemur að stefnumótum og makaleit eða gætir þú hugsað þér fyrirkomulag eins og hraðstefnumót? Getty Finnst þér nútíma stefnumótaheimur flókinn? Öll þessi stefnumótaforrit, spjall, daður á samfélagsmiðlum og allur tíminn sem fer í þetta blessaða maka-forval, ef svo má að orði komast. Breytt stefnumótalandslag Stefnumót geta verið allavega en sú mynd sem flestir hafa af hefðbundnum stefnumótum er líklega kvöldstund úti að borða eða spjall á kaffihúsi. Stefnumótaheimurinn hefur breyst hratt með tilkomu samfélagsmiðla og mætti klárlega segja að úrvalið og radíusinn hafi stækkað til muna. Hraðstefnumót eru svo sem ekki ný á nálinni en ein leið til þess að hitta einstaklinga, augliti til auglits, og sjá hvort að eitthvað kvikni. Skynsamlegt og sniðugt eða óþarflega órómantískt? Fyrirkomulag hraðstefnumóta er yfirleitt þannig að hópur einhleypra kemur saman á skipulögðu kvöldi og er fólk parað saman við borð. Pörunum er svo gefinn ákveðinn tími, allt frá 3 - 10 mínútum, til þess að kynnast stuttlega og svo tekur við næsta borð og næsti einstaklingur. Hver einstaklingur fær ákveðið skráningaspjald þar sem merktar eru athugasemdir eftir hvert stefnumót. Dæmi: Vinur Áhugi Ekki áhugi Í lokinn safnar gestgjafinn spjöldunum saman og lætur vita ef sameiginlegur áhugi er hjá einhverjum pörum kvöldsins. Sitt sýnist hverjum um þetta fyrirkomulag stefnumóta og eðlilega misjafnt hvað hentar fólki. Á meðan einhverjum gæti fundist þessi leið óþarflega órómantísk finnst öðrum þetta skynsamlegur og sniðugur kostur. Eitt er víst að stefnumótaheimurinn er að breytast og er nú hægt að nálgast viðburði eins og hraðstefnumót hér á landi. Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem best á við: Konur: Karlar: Kynsegin: Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Þrír íslenskir karlmenn segja frá fyrsta skiptinu: „Húsið hristist við hvert fótatak“ Fyrsta skiptið, fyrsta sagan og allar væntingarnar. Flest munum við eftir fyrstu kynlífsreynslunni okkar sem oftar en ekki fylgdu allskonar tilfinningar, upplifanir og stundum skrautlegar aðstæður. 31. ágúst 2022 09:33 „Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“ „Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 27. ágúst 2022 08:32 Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig „Það er ekki hægt að fara úr núll kynlöngun og í það að vilja byrja strax að stunda reglulegt kynlíf. Þú verður að finna þig, snerta þig og læra að upplifa þig sem kynveru áður en þú byrjar að vilja stunda kynlíf, “ segir Helga Snjólfsdóttir í viðtali við Makamál. 24. ágúst 2022 12:31 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Breytt stefnumótalandslag Stefnumót geta verið allavega en sú mynd sem flestir hafa af hefðbundnum stefnumótum er líklega kvöldstund úti að borða eða spjall á kaffihúsi. Stefnumótaheimurinn hefur breyst hratt með tilkomu samfélagsmiðla og mætti klárlega segja að úrvalið og radíusinn hafi stækkað til muna. Hraðstefnumót eru svo sem ekki ný á nálinni en ein leið til þess að hitta einstaklinga, augliti til auglits, og sjá hvort að eitthvað kvikni. Skynsamlegt og sniðugt eða óþarflega órómantískt? Fyrirkomulag hraðstefnumóta er yfirleitt þannig að hópur einhleypra kemur saman á skipulögðu kvöldi og er fólk parað saman við borð. Pörunum er svo gefinn ákveðinn tími, allt frá 3 - 10 mínútum, til þess að kynnast stuttlega og svo tekur við næsta borð og næsti einstaklingur. Hver einstaklingur fær ákveðið skráningaspjald þar sem merktar eru athugasemdir eftir hvert stefnumót. Dæmi: Vinur Áhugi Ekki áhugi Í lokinn safnar gestgjafinn spjöldunum saman og lætur vita ef sameiginlegur áhugi er hjá einhverjum pörum kvöldsins. Sitt sýnist hverjum um þetta fyrirkomulag stefnumóta og eðlilega misjafnt hvað hentar fólki. Á meðan einhverjum gæti fundist þessi leið óþarflega órómantísk finnst öðrum þetta skynsamlegur og sniðugur kostur. Eitt er víst að stefnumótaheimurinn er að breytast og er nú hægt að nálgast viðburði eins og hraðstefnumót hér á landi. Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem best á við: Konur: Karlar: Kynsegin:
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Þrír íslenskir karlmenn segja frá fyrsta skiptinu: „Húsið hristist við hvert fótatak“ Fyrsta skiptið, fyrsta sagan og allar væntingarnar. Flest munum við eftir fyrstu kynlífsreynslunni okkar sem oftar en ekki fylgdu allskonar tilfinningar, upplifanir og stundum skrautlegar aðstæður. 31. ágúst 2022 09:33 „Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“ „Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 27. ágúst 2022 08:32 Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig „Það er ekki hægt að fara úr núll kynlöngun og í það að vilja byrja strax að stunda reglulegt kynlíf. Þú verður að finna þig, snerta þig og læra að upplifa þig sem kynveru áður en þú byrjar að vilja stunda kynlíf, “ segir Helga Snjólfsdóttir í viðtali við Makamál. 24. ágúst 2022 12:31 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Sofið þú og maki þinn í sama herbergi? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þrír íslenskir karlmenn segja frá fyrsta skiptinu: „Húsið hristist við hvert fótatak“ Fyrsta skiptið, fyrsta sagan og allar væntingarnar. Flest munum við eftir fyrstu kynlífsreynslunni okkar sem oftar en ekki fylgdu allskonar tilfinningar, upplifanir og stundum skrautlegar aðstæður. 31. ágúst 2022 09:33
„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“ „Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 27. ágúst 2022 08:32
Kennir konum að kveikja aftur upp kynorkuna og snerta sig „Það er ekki hægt að fara úr núll kynlöngun og í það að vilja byrja strax að stunda reglulegt kynlíf. Þú verður að finna þig, snerta þig og læra að upplifa þig sem kynveru áður en þú byrjar að vilja stunda kynlíf, “ segir Helga Snjólfsdóttir í viðtali við Makamál. 24. ágúst 2022 12:31