Sport

Dag­skráin í dag: Nóg um að vera í Bestu, golf og Serie A

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
FH mætir Leikni Reykjavík í sex stiga leik í dag.
FH mætir Leikni Reykjavík í sex stiga leik í dag. Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en alls eru 12 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst beint útsending frá fallslag Leiknis Reykjavíkur og FH í Bestu deild karla. Klukkan 16.50 er svo leikur Fram og KA í beinni útsendingu. Klukkan 19.00 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur. Að honum loknum, klukkan 21.15, hefst svo Stúkan, þar sem farið er yfir alla leiki dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Spezia og Bologna í Serie A. Klukkan 15.50 er svo leikur Hellas Verona og Sampdoria á dagskrá. Klukkan 18.35 er komið að leik Udinese og Roma.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 11.30 er Made in HimmerLand-mótið á dagskrá. Það er hluti af DP World-túrnum. Klukkan 17.00 er Dana Open á dagskrá en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Besta deildin

Á rás Bestu deildarinnar má sjá leik Víkings og ÍBV klukkan 14.00. Á sömu stöð má svo sjá leik hinna fornu fjenda ÍA og KR klukkan 16.55.

Stöð 2 ESport

Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×