Viktor Gísli og félagar öttu kappi við stórskotalið PSG í leik meistara meistaranna.
PSG leiddi með tveimur mörkum í leikhléi, 19-17 en Nantes gerði sér lítið fyrir og snéri leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Lokatölur 37-33 fyrir Nantes.
Viktor Gísli varði þrjú skot í leiknum.
Lið Nantes firnasterkt og til alls líklegt í vetur en á meðal leikmanna liðsins má nefna Jorge Maqueda, Valero Rivera og Pedro Portela.