Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 10:00 HK hefur spilað samfleytt í efstu deild síðan 2005. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur. Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur.
2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti