Ráðherra hamingjunnar fyrsta konan frá Afríku til að komast í undanúrslit á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 08:31 Ons Jabeur frá Túnis er komin í undanúrslit á Opna bandaríska. Cynthia Lum/Getty Images Ons Jabeur er komin í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún er fyrsta konan frá Afríku til að ná þeim merka áfanga. Hún lagði Ajla Tomljanović í átta manna en sú hafði slegið Serenu Williams út fyrr á mótinu í því sem var líklega síðasti leikur Serenu á ferlinum. Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Hin 28 ára gamla Jabeur hefur átt góðu gengi að fagna í ár og fór meðal annars upp í 2. sæti heimslistans fyrr á þessu ári. Hún endaði í öðru sæti á Wimbledon í sumar og ætlar sér eflaust að gera enn betur nú er hún sér fram á að komast í annan úrslitaleik á skömmum tíma. Jabeur hefur hlotið viðurnefnið „Ráðherra hamingjunnar“ í Túnis, heimalandi sínu. Ástæðan er hversu glaðlynd hún er á meðan keppni stendur. Það var þó annað upp á teningnum gegn Tomljanović. They're back and fourth early in Ashe!Ons Jabeur is looking to close out the first set. pic.twitter.com/WkiYUn3DVU— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég held ég verði rekinn sem ráðherra hamingjunnar,“ sagði Jabeur með bros á vör eftir leik en hún lét tilfinningarnar bera sig ofurliði á meðan leik stóð. „Það er erfitt að fela pirringinn og ég biðst afsökunar á hegðun minni. Ég vildi halda ró minni en spaðinn var alltaf að renna mér úr greipum,“ bætti hún við en tvívegis grýtti Jabeur spaða sínum í jörðina. Það kom þó ekki að sök og á endanum lagði hún Tomljanović í tveimur settum. .@Ons_Jabeur earns her semifinal spot in straight sets!#USOpen pic.twitter.com/Z3rPMrHZFw— US Open Tennis (@usopen) September 6, 2022 „Ég veit að ég hef það sem til þarf til að vinna meistaramót. Ég hef lagt hart að mér (síðan á Wimbledon) og hér er ég nú, komin í undanúrslitin,“ sagði hún að endingu. Þar mun Jabeur mæta Caroline Garcia frá Frakklandi. Sú sló út ungstirnið Coco Gauff út í átta manna úrslitum en hin 18 ára gamla Gauff stefndi á að verða yngsta bandaríska konan til að komast í úrslit á mótinu síðan Serena gerði það aðeins 17 ára gömul árið 1999. pic.twitter.com/MTbU3wjuoT— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2022 Garcia hefur spilað frábærlega í New York og ekki enn tapað setti. Það er því ljóst að eitthvað þarf undan að láta er hún og ráðherra hamingjunnar mætast í baráttunni um sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Tennis Túnis Tengdar fréttir „Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31 Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01 Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
„Þetta er sturluð tilfinning“ Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína. 5. september 2022 15:31
Serena eftir að falla úr leik á Opna bandaríska: „Ég held ekki en maður veit aldrei“ Tennisdrottningin Serena Williams féll úr leik í þriðju umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Talið er að þetta hafi verið síðasti leikur hinnar fertugu á ferlinum. 3. september 2022 12:01
Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. 30. ágúst 2022 11:00