Viðskipti innlent

Vöru­við­skipti ó­hag­stæð um 23,3 milljarða í ágúst

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vöruskiptajöfnuður er neikvæður um 246,8 milljarða króna.
Vöruskiptajöfnuður er neikvæður um 246,8 milljarða króna. Vísir/Vilhelm

Fluttar voru vörur út fyrir 94 milljarða króna í ágúst og inn fyrir 117,3 milljarða króna. Vöruviðskipti Íslendinga voru því óhagstæð um 23,3 milljarða króna.

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu. Vöruskiptajöfnuður Íslendinga síðustu tólf mánuði er óhagstæður um 246,8 milljarða króna en sama tímabil ári fyrr var óhagstætt um 193,7 milljarða. Um er að ræða 53,1 milljarða aukningu.

Verðmæti vöruinnflutnings jókst um þrjátíu milljarða króna frá því í fyrra, alls 34,4 prósent. Þar vegur mest verðmæti hrá- og rekstrarvöru, verðmæti fjárfestingarvara og verðmæti eldsneytis.

Verðmæti útflutnings á sjávarafurðum hefur aukist um tíu prósent á árinu og verðmæti útflutnings iðnaðarvara um 57 prósent.

Meðaltal gengisvísitölu á tólf mánaða tímabili er 191,2 og er 4,2 prósentum sterkara en árið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×