Lífið

Harry fór til Skotlands en Meghan varð eftir

Elísabet Hanna skrifar
Meghan og Harry í Þýskalandi þar sem þau voru stödd í fyrradag.
Meghan og Harry í Þýskalandi þar sem þau voru stödd í fyrradag. Getty/Karwai Tang

Harry prins er kominn til Skotlands, vegna fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar, ömmu hans. Meghan Markle, eiginkona hans, fór ekki með honum.

Hjónin voru í skipulagðri heimsókn í Bretlandi og áttu að koma fram á viðburði í London í dag. Þau afboðuðu sig og Harry hélt til Skotlands. Vilhjálmur, bróðir Harrys, var kominn til Balmoral nokkrum klukkustundum á undan bróður sínum

Venjulega eru Harry og Meghan búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum ásamt börnunum sínum tveimur.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:14.


Tengdar fréttir

Drottningin undir sérs­töku eftir­liti lækna

Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað.

Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna

Her­togaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×