Samkvæmt upplýsingum á fasteignavef Vísis er íbúðin 85 fermetrar og staðsett á Kársnesinu. Hún skiptist í forstofu, svefnherbergi með fataherbergi, baðherbergi og gott alrými með opnu eldhúsi og stofu. Útgengt er á rúmlega ellefu fermetra svalir til suðurs. Ásett verð er 69.900.000 krónur.
„Hér er fullkomlega langbest að búa enda ætlum við ekki langt,“ segir Kristjana á Facebook síðu sinni.
Frekari upplýsingar um eignina er hægt að nálgast hér.






