Þar er um að ræða Johnny Walker sem var í fyrsta aðalbardaga kvöldsins. Walker var í miklu stuði og hengdi andstæðing sinn í fyrstu lotu.
Hann var enn að fagna með þjálfara sínum og vinum er honum var hreinlega hent út úr T-Mobile Arena. Hann var þá á tánum, í keppnisskýlunni og meira að segja enn með hanskana.
Það var því frekar skrýtin sjón fyrir marga er hann mætti á hótelið sitt skólaus í skýlunni og með bardagahanskana.
Þjálfari Walker, John Kvanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, myndaði þessa ótrúlegu uppákomu en allt var svo fyrirgefið að lokum er UFC ákvað að verðlauna Walker um 50 þúsund dollara fyrir frammistöðu kvöldsins.