Lífið

Giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hjónin Tara Sif og Elfar Elí voru glæsileg þegar þau settu upp nammihringana.
Hjónin Tara Sif og Elfar Elí voru glæsileg þegar þau settu upp nammihringana.

Danskennarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir og lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson eru orðin hjón. Parið gifti sig í skrautlegri kapellu í borginni Las Vegas fyrr á árinu.

Tara tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag og lofaði að annað brúðkaup yrði haldið síðar. 

„Sooooooo.. þetta gerðist þegar við fórum til Vegas í maí í mjög svo groovy kapellu. Sorry to my besties sem ég sagði ekki frá þessu. Hamingjuóskir afþakkaðar, þar sem alvöru brúðkaup verður haldið seinna.“

Við fjölluðum um bónorðið þeirra í desember á síðasta ári, sem fór fram á Kistufelli. 


Tengdar fréttir

Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur

Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið.

Fékk að skipuleggja bónorð við Fjallsárlón

Ævintýramaðurinn Teitur Þorkelsson fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að aðstoða ungan mann við að skipuleggja bónorð á ferðalagi sínu um Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×