Íbúðin er 43,2 fermetrar og í henni er eitt svefnherbergi. Um er að ræða steinsteypt hús frá árinu 1913 samkvæmt Fasteignavef Vísis.
„Ég held mig í 101, get ekki hugsað mér að búa neinstaðar annars staðar,“
segir Rakel í um söluna í samtali við Lífið. „Mig er búið að dreyma lengi um svalir og útsýni, það er aðal ástæðan fyrir flutningunum.“
Rakel fagnar fimm ára starfsafmæli sem listakona um þessar mundir. Á þessum fimm árum hefur hún selt málverk, teikningar, eftirprent, speglaverk, dagbækur, listaverkabækur og fleira.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá íbúðinni.





