Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu fjögur til þrettán stig, þar sem hlýjast verður sunnantil.
„Á morgun verður hæðarhryggur yfir landinu og víða léttskýjað, en líkur á stöku skúrum allra syðst. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Suðvestan og vestan 3-10 m/s á föstudag. Skýjað á landinu og dálítil súld vestast, en ætti að sjást eitthvað til sólar á Austurlandi. Milt veður.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 5 til 11 stig að deginum.
Á föstudag: Suðvestan og vestan 3-10 m/s, skýjað og dálítil súld vestast. Hiti 6 til 12 stig.
Á laugardag: Austlæg átt 3-10 og skýjað en úrkomulítið. Hiti 4 til 12 stig, mildast á Suður- og Vesturlandi.
Á sunnudag: Suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag og þriðjudag: Sunnanátt og milt veður. Rigning með köflum, einkum um landið sunnan- og vestanvert.