Segir 98 milljarða rafeldsneytisverkefni á Reyðarfirði fullfjármagnað
![Fyrirhuguð ammoníakverksmiðja yrði staðsett nærri álverinu á Reyðarfirði.](https://www.visir.is/i/85C33724F06F0277DBE82CC671B3619D31543CD79721E7CF21B5CBF141D53FBF_713x0.jpg)
Fyrirhuguð ammoníakverksmiðja við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði er fullfjármögnuð og viðræður um lóð standa nú yfir við bæjaryfirvöld á svæðinu. Þetta staðfestir Magnús Bjarnason hjá MAR Advisors, sem gætt hefur hagsmuna danska fjárfestingasjóðsins Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hér á landi.