„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2022 21:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með að hafa ekki tekið sigurinn í kvöld Vísir/Vilhelm Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. „Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Sjá meira
„Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Sjá meira