Fyrst dó Guð svo ástin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 08:00 Tæknin virðist hafa tekið yfir ástarlíf flestra. Framkvæmdastjóri íslenska stefnumótaforritsins Smitten segir 60 til 70 prósent nýrra sambanda í dag hefjast með kynnum á slíkum forritum. getty/emilija manevska „Guð er dáinn,” sagði þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche og vildi þannig lýsa hnignun grundvallarviðhorfa og gilda í 19. aldar samfélagi, sem höfðu lengi byggst á föstum trúarskoðunum. Nú 150 árum síðar slengja sumir félagsfræðingar því sama fram um ástina. Og það er tæknibyltingin sem er að drepa hana að þeirra mati. „Eva Eluz sem hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í mörg ár, hún einfaldlega segir að ástin sé að deyja út. Allavega eins og við þekkjum hana; hún byggir á skuldbindingu, sérstöðu og því að þú sért að hugsa ástina út frá einhverjum varanleika,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Berglind Rós segir ástarfræðin hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þau séu að vekja æ meiri athygli hér innanlands.vísir/arnar Upp á síðkastið hefur hún stundað rannsóknir á ástar- og stefnumótamenningu Íslendinga og sérstaklega einblínt á áhrif hinna ýmsu smáforrita á hana. Tinder, vinsælasta stefnumótaforrit í heimi er 10 ára gamalt í ár. „Í rannsóknum mínum hefur alveg komið fram að barinn er svoldið að detta út og það þykir jafnvel hálfdónalegt að vinda sér svona upp að fólki þar án þess að hafa sent fyrst skilaboð á Messenger eða hafa undirbyggt einhvers konar kynningu eða kynni áður. Og þetta er auðvitað talsvert mikil breyting,“ segir Berglind. Tæknin hefur tekið yfir og þar gilda ekki sömu reglur. En hvaða áhrif hefur þetta á kynnin og jafnvel sjálf samböndin? Berglind segir greinilegt að eftir komu tækninnar, kannski með hraða samfélagsins, hafi fólk orðið mun andsnúnara hugmyndinni um skuldbindingu. Skilnaðartölur aukast og aukast og ástarsambönd verða styttri en áður. „Fólk er kannski minna en áður að gefa ýmsu séns sem það hefði kannski gefið áður og kannski leyfa hlutum að þróast í langan tíma,“ segir Berglind. Meirihluti sambanda hefst í forriti Smitten er íslenskt stefnumótaforrit sem hefur raunar tekið fram úr Tinder hér á landi hjá yngsta aldurshópnum. Framkvæmdastjóri þess er ekki sammála um að hér sé vegið að ástinni. Þvert á móti bjóði forrit sem þessi fólki upp á mun meiri möguleika í sínu ástarlífi. „Í dag þá geturðu verið að skoða þúsundir, jafnvel hundrað þúsund manns á einum mánuði. Þannig þú ert að stækka dáldið netið þitt, og síðan hvort það sé rómantískara eða ekki, ég meina það fer bara svoldið eftir því að hverju þú ert að leita. Og í lokinn ef þú finnur þessa einu manneskju sem þú ert að leita að þá er það mjög rómantískt,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Davíð Örn segir fólk nota Smitten í allavega tilgangi; í leit að bólfélaga eða jafnvel sjálfri ástinni.vísir/arnar „Það er líklegra í dag að þú kynnist þínum maka á stefnumótaforriti heldur en að þú rekist á einhverja manneskju í Bónus eða í bænum eða hvar sem er. Það er talað um meira að segja að þetta sé að nálgast 60 til 70 prósent af öllum samböndum. Þau eru að gerast á stefnumótaforritum.“ Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Eva Eluz sem hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í mörg ár, hún einfaldlega segir að ástin sé að deyja út. Allavega eins og við þekkjum hana; hún byggir á skuldbindingu, sérstöðu og því að þú sért að hugsa ástina út frá einhverjum varanleika,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Berglind Rós segir ástarfræðin hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þau séu að vekja æ meiri athygli hér innanlands.vísir/arnar Upp á síðkastið hefur hún stundað rannsóknir á ástar- og stefnumótamenningu Íslendinga og sérstaklega einblínt á áhrif hinna ýmsu smáforrita á hana. Tinder, vinsælasta stefnumótaforrit í heimi er 10 ára gamalt í ár. „Í rannsóknum mínum hefur alveg komið fram að barinn er svoldið að detta út og það þykir jafnvel hálfdónalegt að vinda sér svona upp að fólki þar án þess að hafa sent fyrst skilaboð á Messenger eða hafa undirbyggt einhvers konar kynningu eða kynni áður. Og þetta er auðvitað talsvert mikil breyting,“ segir Berglind. Tæknin hefur tekið yfir og þar gilda ekki sömu reglur. En hvaða áhrif hefur þetta á kynnin og jafnvel sjálf samböndin? Berglind segir greinilegt að eftir komu tækninnar, kannski með hraða samfélagsins, hafi fólk orðið mun andsnúnara hugmyndinni um skuldbindingu. Skilnaðartölur aukast og aukast og ástarsambönd verða styttri en áður. „Fólk er kannski minna en áður að gefa ýmsu séns sem það hefði kannski gefið áður og kannski leyfa hlutum að þróast í langan tíma,“ segir Berglind. Meirihluti sambanda hefst í forriti Smitten er íslenskt stefnumótaforrit sem hefur raunar tekið fram úr Tinder hér á landi hjá yngsta aldurshópnum. Framkvæmdastjóri þess er ekki sammála um að hér sé vegið að ástinni. Þvert á móti bjóði forrit sem þessi fólki upp á mun meiri möguleika í sínu ástarlífi. „Í dag þá geturðu verið að skoða þúsundir, jafnvel hundrað þúsund manns á einum mánuði. Þannig þú ert að stækka dáldið netið þitt, og síðan hvort það sé rómantískara eða ekki, ég meina það fer bara svoldið eftir því að hverju þú ert að leita. Og í lokinn ef þú finnur þessa einu manneskju sem þú ert að leita að þá er það mjög rómantískt,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Davíð Örn segir fólk nota Smitten í allavega tilgangi; í leit að bólfélaga eða jafnvel sjálfri ástinni.vísir/arnar „Það er líklegra í dag að þú kynnist þínum maka á stefnumótaforriti heldur en að þú rekist á einhverja manneskju í Bónus eða í bænum eða hvar sem er. Það er talað um meira að segja að þetta sé að nálgast 60 til 70 prósent af öllum samböndum. Þau eru að gerast á stefnumótaforritum.“
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira