„Ég er mjög rómantískur, stundum kannski of mikið fyrir hana Tinnu mína“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. september 2022 11:30 Leikarinn og uppistandarinn Villi Neto er yfir sig ástfanginn og glaður með lífið. Í viðtalsliðnum Ást er svarar hann spurningum um rómantíkina og ástina í lífi sínu, Tinnu Ýr Jónsdóttur. Aðsend mynd „Ég sá hana vera fyndna á TikTok og síðan byrjuðum við að spjalla á netinu. Svo hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru,“ segir uppistandarinn og leikarinn Vilhelm Neto í viðtali við Makamál. Spenntur fyrir komandi tímum og nýjum verkefnum Þau eru ófá verkefnin sem bíða Vilhelms, eða Villa Neto eins og hann er oftast kallaður, í vetur en í apríl á þessu ári var tilkynnt um ráðningu hans til Borgarleikhússins. Sjálfur segist hann spenntur fyrir komandi vetri þó að hann viðurkenni að skammdegið geti tekið á hann. Ég er bara mjög vel stemmdur miðað við hvað ég get verið hræddur við þessar endalausu nætur og leiðindaveður sem getur fylgt vetrinum. Þau eru ófá verkefnin sem bíða Villa í haust og vetur. Vísir/Vilhelm Fyrsta verkefni Villa í Borgarleikhúsinu er barnasýningin Emil í Kattholti en einnig leikur hann í gamanleiknum Bara smástund sem frumsýndur verður á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 22. september. „Fyrir utan verkefni í Borgarleikhúsinu eru framundan tökur í ónefndu verkefni og svo erum við í uppistandshópnum VHS alltaf að grallara eitthvað, svo að það er margt skemmtilegt framundan.“ Hvort finnst þér skemmtilegra að leika á sviði eða fyrir sjónvarp? Ég hreinlega veit það ekki. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur, tveir mismunandi hlutir sem gefa á mismunandi hátt. Heillaðist að Tinnu á TikTok Apríl 2022 var greinilega mánuður mikilvægra tilkynninga í lífi Villa en þá bárust einnig fréttir af ástarsambandi hans og Tinnu Ýrar Jónsdóttur. Aðspurður hvernig leiðir þeirra hafi legið saman í fyrstu segir Villi internetið hafi verið þeirra fyrsti vettvangur fyrir samskipti eins og svo algengt er í dag. Ég sá hana vera fyndna á TikTok og í kjölfarið byrjuðum við að spjalla á netinu. Síðan þá hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru. Þegar kemur að ástinni og rómantíkinni, myndir þú segja að þú værir rómantískur? „Ég er mjög rómantískur, stundum held ég að það sé of mikið fyrir hana Tinnu mína, en hún lætur sig hafa það. Ég get verið algjör teiknimyndapersóna með hjörtu í augunum.“ Sjálfur segist Villi vera mjög rómantískur og líkir sér við teiknimyndapersónu með hjörtu í augunum. Aðsend mynd Hér fyrir neðan svarar Villi spurningum í viðtalsliðnum Ást er: 1. Uppáhalds rómantíska myndin mín er: About Time. 2. Fyrsti kossinn minn var: „I don’t kiss and tell“. 3. Uppáhalds „break-up power“ ballaðan mín er: I Don’t Love You - My Chemical Romance. 4. Stefnumót eiga að vera: Rómantísk, skemmtileg og hjartnæm. 5. Uppáhaldsmaturinn minn: Bacalhau á Brass. 6. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni og öfugt: Hún var fyrri til að gefa mér gjöf. Þegar ég fékk Covid kom hún með gjöf í „drive-by“, svokallað „care package“ nammi og allskonar næs. Villi og Tinna hafa nú verið saman í átta mánuði og greinilegt að sjá að hamingjan geislar af þessu fallega pari. Aðsend mynd Þegar við vorum í Köben gaf ég henni perluhálsmen til að fagna sex mánuðum saman. Við komumst reyndar að því síðar að þetta var í raun fimm mánaða afmæli. 8. Ég elska að: Hlusta á góðan vínyl í gegn og fara á stefnumót með Tinnu. 9. Kærastan mín er: Best í heimi. Klár, framsækin, fyndin, sniðug, gullfalleg, þolinmóð og margt fleira. 10. Rómantískasti staðurinn á landinu er: Apótek restaurant. Allavega fyrir mig og Tinnu. Villi er ekki bara óborganlega fyndinn og skemmtilegur heldur er hann ófeiminn við það að lýsa tilfinningum sínum sem og aðdáun sinni og hrifningu af kærustu sinni sem hann segir vera besta í heimi.Aðsend mynd Ást er... Leikhús Grín og gaman Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Spenntur fyrir komandi tímum og nýjum verkefnum Þau eru ófá verkefnin sem bíða Vilhelms, eða Villa Neto eins og hann er oftast kallaður, í vetur en í apríl á þessu ári var tilkynnt um ráðningu hans til Borgarleikhússins. Sjálfur segist hann spenntur fyrir komandi vetri þó að hann viðurkenni að skammdegið geti tekið á hann. Ég er bara mjög vel stemmdur miðað við hvað ég get verið hræddur við þessar endalausu nætur og leiðindaveður sem getur fylgt vetrinum. Þau eru ófá verkefnin sem bíða Villa í haust og vetur. Vísir/Vilhelm Fyrsta verkefni Villa í Borgarleikhúsinu er barnasýningin Emil í Kattholti en einnig leikur hann í gamanleiknum Bara smástund sem frumsýndur verður á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 22. september. „Fyrir utan verkefni í Borgarleikhúsinu eru framundan tökur í ónefndu verkefni og svo erum við í uppistandshópnum VHS alltaf að grallara eitthvað, svo að það er margt skemmtilegt framundan.“ Hvort finnst þér skemmtilegra að leika á sviði eða fyrir sjónvarp? Ég hreinlega veit það ekki. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur, tveir mismunandi hlutir sem gefa á mismunandi hátt. Heillaðist að Tinnu á TikTok Apríl 2022 var greinilega mánuður mikilvægra tilkynninga í lífi Villa en þá bárust einnig fréttir af ástarsambandi hans og Tinnu Ýrar Jónsdóttur. Aðspurður hvernig leiðir þeirra hafi legið saman í fyrstu segir Villi internetið hafi verið þeirra fyrsti vettvangur fyrir samskipti eins og svo algengt er í dag. Ég sá hana vera fyndna á TikTok og í kjölfarið byrjuðum við að spjalla á netinu. Síðan þá hefur ekki verið hægt að slíta okkur frá hvoru öðru. Þegar kemur að ástinni og rómantíkinni, myndir þú segja að þú værir rómantískur? „Ég er mjög rómantískur, stundum held ég að það sé of mikið fyrir hana Tinnu mína, en hún lætur sig hafa það. Ég get verið algjör teiknimyndapersóna með hjörtu í augunum.“ Sjálfur segist Villi vera mjög rómantískur og líkir sér við teiknimyndapersónu með hjörtu í augunum. Aðsend mynd Hér fyrir neðan svarar Villi spurningum í viðtalsliðnum Ást er: 1. Uppáhalds rómantíska myndin mín er: About Time. 2. Fyrsti kossinn minn var: „I don’t kiss and tell“. 3. Uppáhalds „break-up power“ ballaðan mín er: I Don’t Love You - My Chemical Romance. 4. Stefnumót eiga að vera: Rómantísk, skemmtileg og hjartnæm. 5. Uppáhaldsmaturinn minn: Bacalhau á Brass. 6. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærustunni minni og öfugt: Hún var fyrri til að gefa mér gjöf. Þegar ég fékk Covid kom hún með gjöf í „drive-by“, svokallað „care package“ nammi og allskonar næs. Villi og Tinna hafa nú verið saman í átta mánuði og greinilegt að sjá að hamingjan geislar af þessu fallega pari. Aðsend mynd Þegar við vorum í Köben gaf ég henni perluhálsmen til að fagna sex mánuðum saman. Við komumst reyndar að því síðar að þetta var í raun fimm mánaða afmæli. 8. Ég elska að: Hlusta á góðan vínyl í gegn og fara á stefnumót með Tinnu. 9. Kærastan mín er: Best í heimi. Klár, framsækin, fyndin, sniðug, gullfalleg, þolinmóð og margt fleira. 10. Rómantískasti staðurinn á landinu er: Apótek restaurant. Allavega fyrir mig og Tinnu. Villi er ekki bara óborganlega fyndinn og skemmtilegur heldur er hann ófeiminn við það að lýsa tilfinningum sínum sem og aðdáun sinni og hrifningu af kærustu sinni sem hann segir vera besta í heimi.Aðsend mynd
Ást er... Leikhús Grín og gaman Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira