Núna í morgunsárið er rigning á Norðaustur- og Austurlandi en þar mun stytta að mestu upp uppúr hádegi. Í öðrum landshlutum verða hins vegar skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis.
Veðurstofan gerir ráð fyrir að hiti á landinu verði á bilinu átta til fjórtán stig.
„Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s á morgun, hvassast syðst. Súld eða rigning með köflum, en að mestu þurrt á Suðausturlandi. Hiti 6 til 13 stig,“ segir um veðurspá morgundagsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast sunnan- og vestanlands. Skúrir á víð og dreif, en bjart með köflum suðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, mildast á Suðausturlandi.
Á föstudag (haustjafndægur): Suðvestan 5-13 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað með köflum vestanlands, en bjart um austanvert landið. Hiti 7 til 12 stig.
Á laugardag: Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu vestantil og hlýnandi veðri.
Á sunnudag: Gengur í stífa norðanátt með slyddu norðantil, dálítil væta syðra framan af degi en léttir síðan til þar. Hratt kólnandi veður.
Á mánudag: Norðvestan- og vestanátt, bjartviðri og svalt veður.
Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt og dálitla vætu vestantil, en bjart um austanvert landið.