Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri rekstrar hjá Kea­hótelum

Atli Ísleifsson skrifar
Daníel Friðriksson.
Daníel Friðriksson. Keahótel

Daníel Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar hjá Keahótelum ehf.

Sagt er frá ráðningunni í tilkynningu frá Keahótelum, en Daníel mun sem framkvæmdastjóri rekstrar stýra starfsemi níu hótela félagsins sem lýtur meðal annars að kostnaðargreiningu, upplifun gesta, þjónustu og fræðslumálum starfsmanna.

„Daníel er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og Bachelorgráðu í hótelrekstri frá César Ritz Colleges í Sviss.

Daníel hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu af hótelrekstri þar sem hann hefur meðal annars unnið á fimm stjörnu hótelum í Bandaríkjunum og þýskalandi auk þess að stýra tveimur hótelum á Íslandi. Daníel hefur góða þekkingu á starfsemi félagsins, en hann hefur verið starfandi hjá Keahótelum frá árinu 2021.

Keahótel ehf. er eitt stærsta hótelfélag landsins og rekur níu hótel. Í Reykjavík eru hótelin 6 talsins, Hótel Borg , Apótek, Sand, Skuggi, Storm og Reykjavík Lights. Félagið rekur einnig Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði og Hótel Kötlu í Vík,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×