Verksmiðjan í Sankti Pétursborg hefur verið óstarfrækt síðan í mars, vegna skorts á hráefnum, en nú hefur verið ákveðið að setja ekki framleiðsluna aftur af stað.
Verksmiðjan framleiddi um 100.000 bíla á ári ogog framleiddi Camry og Rav4. Sem hluti af lokun verksmiðjunnar hefur Toyota tekið á sig greiðslur til starfsfólks sem og aðrar samfélagslegar skyldur. Hverjar sem þær kunna að vera.