Lífið

Telur sig vera búinn að koma auga á næstu Idol stjörnu

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikarinn Aron Mola er annar kynnir Idolsins sem sýnt verður á Stöð 2 í haust. Hann segist vera búinn að sjá mikla hæfileika í dómaraprufunum sem fara nú fram. Nokkrir keppendur standi sérstaklega upp úr.
Leikarinn Aron Mola er annar kynnir Idolsins sem sýnt verður á Stöð 2 í haust. Hann segist vera búinn að sjá mikla hæfileika í dómaraprufunum sem fara nú fram. Nokkrir keppendur standi sérstaklega upp úr. Stöð 2

Þessa dagana fara fram dómaraprufur Idolsins sem sýnt verður á Stöð 2 í haust. Dagarnir hafa því verið ansi langir hjá leikaranum Aroni Mola sem er annar kynnir Idolsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur.

„Tilfinningaflóðið er hátt. Fólk er að koma til mín og situr með mér allan daginn. Ég er með fólkinu lengst allan daginn,“ sagði Aron í Brennslunni á FM957 í morgun.

Það getur verið snúið hlutverk að vera kynnir í slíkum þætti. Kynnarnir þurfa að geta glaðst með þeim keppendum sem komast áfram, en á sama tíma geta hughreyst þá keppendur sem ekki ná lengra í þetta skiptið.

„Þeir sem flagga gullmiðanum, það er alltaf gleði þar. En svo eru ekkert alltaf allir sem koma til baka til mín eftir að þeir fá nei. Það er líka erfitt.“

Nokkrir keppendur sem standa upp úr

Aron segist vera búinn að sjá mikla hæfileika í þeim prufum sem búnar eru. Nokkrir keppendur standi sérstaklega upp úr.

„Það eru alveg nokkrir einstaklingar þarna sem eru alveg gjörsamlega „out of this world“.“

Aðspurður hvort hann telji sig vera búinn að koma auga á næstu stjörnu Íslands svarar Aron:

„Já. Dagurinn í dag er náttúrlega eftir, en af þeim sem komið er, já klárlega.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Aron Mola í heild sinni.


Tengdar fréttir

Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins

Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×