Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. október 2022 10:01 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari viðurkennir að hann vakni seint og syfjaður alla morgna enda fari hann of seint að sofa. Eiginkonan sér því um morgungönguna með tíkina Kríu en hann sjálfur kvöldgönguna. Aðalsteinn segir meiri líkur á að hann væri rokkari en poppari, ef hann væri fræg tónlistarstjarna. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Seint og syfjaður! Ég vakna um klukkan sjö en þá er eiginkonan oft farin á fætur og komin í yoga eða aðra hreyfingu sem ég treysti mér ekki í fyrr en seinni part dags. Hún tekur líka fjölskylduhundinn Kríu í morgungönguna, en ég sé um kvöldgönguna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst mjög gott nota nokkrar mínútur til að velta fyrir mér deginum og hvaða áhrif ég vil og get haft á umhverfi mitt. Þannig stilli ég mig aðeins af fyrir það sem er framundan. Ég bý síðan um rúmið; þá er ég búinn að klára eitt uppbyggilegt verkefni með sæmilegum árangri! Fer síðan fram og kveiki á dásamlegu ítölsku kaffivélinni þar sem ég get búið til alvöru expresso og flóað haframjólkina. Ég athuga hvort drengirnir eru vaknaðir; banka á herbergishurðarnar ef ég fæ ekkert svar. Við hjónin ræðum stundum hvort ekki væri réttara að þeir tækju ábyrgð á sjálfum sér og vöknuðu alltaf af eigin rammleik, en ég minnist þess að hvorki ég né bróðir minn hefðum klárað menntaskóla ef pabbi hefði ekki vakið okkur!“ Ef þú værir rokkari eða fræg poppstjarna, hver værir þú þá? „Ef ég mætti velja í einhverjum brjálæðislegum draumi þá væri ég líklega rokkari frekar en poppstjarna. Þegar öllu er á botninn hvolft þá kynntist konunni dansandi við „Killing in the Name“ með Rage Against the Machine. Bono í U2 sagði líka að á meðan popptónlist segir þér að allt sé eins og það eigi að vera, þá segir rokktónlist þér að það er ýmislegt að í heiminum en að þú hafir í valdi þínu að breytt honum til hins betra. Ég vil gjarnan vera í því liði sem viðurkennir vandamálin og reynir að vinna úr þeim og bæta heiminn.“ Aðalsteinn reynir að takast á við flóknari verkefni á morgnana en einfaldari verkefni og fundi eftir hádegi. Hann segir starfið þess eðlis að hann geti dottið inn í verkefni á öllum tímum sólahringsins. Eitt það skemmtilegasta í starfi Ríkissáttasemjara er að gefa sér tíma í að tala við fólk og kynnast því.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mér finnst gott að hafa marga bolta á lofti og er líður best ef ég hef jafnvægi á milli áríðandi mála sem þarf að sinna strax og mikilvægra mála sem vinna í haginn fyrir framtíðina. Af áríðandi mála standa upp úr ellefu sáttamál sem eru hjá ríkissáttasemjara og af mikilvægum málum er efst á blaði gagnagrunnur sem við erum að smíða með yfirliti yfir alla gildandi kjarasamninga. Með gagnagrunninum verður ekki aðeins hægt að nálgast á einum stað á vefnum alla gildandi kjarasamninga heldur einnig margskonar tölfræði og upplýsingar til dæmis um hvenær samningar losna, hversu margir samningar nást áður en fyrri samningur rennur út og svo framvegis. Ég er sannfærður um að þetta nýtist bæði launafólki og launagreiðendum vel og auki skilning á umgjörð kjarasamningagerðarinnar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég leitast við að hafa jafnvægi á milli ólíkra verkefna og mér finnst ég ná mestum árangri ef ég er ekki mjög lengi í hverju verkefni fyrir sig. Ég reyni að takast á við flóknari úrlausnarefni á morgnana og hafa frekar einfaldari verkefni og fundi eftir hádegi, ef því er við komið. Í starfi ríkissáttasemjara er mikilvægt, og gríðarlega skemmtilegt, að hafa góðan tíma til að kynnast fólki, sjónarmiðum og hagsmunum og ég hef alltaf tíma til að ræða við fólk. Það er í eðli starfsins að ég þarf að vera sveigjanlegur og ég veit oft ekki hversu langur vinnudagurinn verður eða hvers verkefnin krefjast. Vinna og einkalíf hafa tilhneigingu til að blandast í eina heild hjá mér og ég dett inn í verkefni á öllum tímum sólahrings. Ég reyni hins vegar þegar ég er með fjölskyldu og vinum að hafa þá allan hugann við það og setja símann, tölvuna og pælingar um vinnu á hilluna á meðan.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Seint! Ég stefni alltaf á að vera sofnaður nokkuð fyrir miðnætti, en það er meginregla sem oft er brotin. Ég get dottið í að vinna eftir að yngsti drengurinn sofnar, les alltaf fyrir svefninn og get gleymt mér algerlega í áhugaverðri bók.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Á það til að vakna um miðjar nætur og gera tékklista Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastýra Eventum segist vera með fullt af verkefnalistum og eigi það meira að segja til að vakna upp um miðjar nætur til að gera tékklista. 11. júní 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Seint og syfjaður! Ég vakna um klukkan sjö en þá er eiginkonan oft farin á fætur og komin í yoga eða aðra hreyfingu sem ég treysti mér ekki í fyrr en seinni part dags. Hún tekur líka fjölskylduhundinn Kríu í morgungönguna, en ég sé um kvöldgönguna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst mjög gott nota nokkrar mínútur til að velta fyrir mér deginum og hvaða áhrif ég vil og get haft á umhverfi mitt. Þannig stilli ég mig aðeins af fyrir það sem er framundan. Ég bý síðan um rúmið; þá er ég búinn að klára eitt uppbyggilegt verkefni með sæmilegum árangri! Fer síðan fram og kveiki á dásamlegu ítölsku kaffivélinni þar sem ég get búið til alvöru expresso og flóað haframjólkina. Ég athuga hvort drengirnir eru vaknaðir; banka á herbergishurðarnar ef ég fæ ekkert svar. Við hjónin ræðum stundum hvort ekki væri réttara að þeir tækju ábyrgð á sjálfum sér og vöknuðu alltaf af eigin rammleik, en ég minnist þess að hvorki ég né bróðir minn hefðum klárað menntaskóla ef pabbi hefði ekki vakið okkur!“ Ef þú værir rokkari eða fræg poppstjarna, hver værir þú þá? „Ef ég mætti velja í einhverjum brjálæðislegum draumi þá væri ég líklega rokkari frekar en poppstjarna. Þegar öllu er á botninn hvolft þá kynntist konunni dansandi við „Killing in the Name“ með Rage Against the Machine. Bono í U2 sagði líka að á meðan popptónlist segir þér að allt sé eins og það eigi að vera, þá segir rokktónlist þér að það er ýmislegt að í heiminum en að þú hafir í valdi þínu að breytt honum til hins betra. Ég vil gjarnan vera í því liði sem viðurkennir vandamálin og reynir að vinna úr þeim og bæta heiminn.“ Aðalsteinn reynir að takast á við flóknari verkefni á morgnana en einfaldari verkefni og fundi eftir hádegi. Hann segir starfið þess eðlis að hann geti dottið inn í verkefni á öllum tímum sólahringsins. Eitt það skemmtilegasta í starfi Ríkissáttasemjara er að gefa sér tíma í að tala við fólk og kynnast því.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mér finnst gott að hafa marga bolta á lofti og er líður best ef ég hef jafnvægi á milli áríðandi mála sem þarf að sinna strax og mikilvægra mála sem vinna í haginn fyrir framtíðina. Af áríðandi mála standa upp úr ellefu sáttamál sem eru hjá ríkissáttasemjara og af mikilvægum málum er efst á blaði gagnagrunnur sem við erum að smíða með yfirliti yfir alla gildandi kjarasamninga. Með gagnagrunninum verður ekki aðeins hægt að nálgast á einum stað á vefnum alla gildandi kjarasamninga heldur einnig margskonar tölfræði og upplýsingar til dæmis um hvenær samningar losna, hversu margir samningar nást áður en fyrri samningur rennur út og svo framvegis. Ég er sannfærður um að þetta nýtist bæði launafólki og launagreiðendum vel og auki skilning á umgjörð kjarasamningagerðarinnar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég leitast við að hafa jafnvægi á milli ólíkra verkefna og mér finnst ég ná mestum árangri ef ég er ekki mjög lengi í hverju verkefni fyrir sig. Ég reyni að takast á við flóknari úrlausnarefni á morgnana og hafa frekar einfaldari verkefni og fundi eftir hádegi, ef því er við komið. Í starfi ríkissáttasemjara er mikilvægt, og gríðarlega skemmtilegt, að hafa góðan tíma til að kynnast fólki, sjónarmiðum og hagsmunum og ég hef alltaf tíma til að ræða við fólk. Það er í eðli starfsins að ég þarf að vera sveigjanlegur og ég veit oft ekki hversu langur vinnudagurinn verður eða hvers verkefnin krefjast. Vinna og einkalíf hafa tilhneigingu til að blandast í eina heild hjá mér og ég dett inn í verkefni á öllum tímum sólahrings. Ég reyni hins vegar þegar ég er með fjölskyldu og vinum að hafa þá allan hugann við það og setja símann, tölvuna og pælingar um vinnu á hilluna á meðan.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Seint! Ég stefni alltaf á að vera sofnaður nokkuð fyrir miðnætti, en það er meginregla sem oft er brotin. Ég get dottið í að vinna eftir að yngsti drengurinn sofnar, les alltaf fyrir svefninn og get gleymt mér algerlega í áhugaverðri bók.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Á það til að vakna um miðjar nætur og gera tékklista Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastýra Eventum segist vera með fullt af verkefnalistum og eigi það meira að segja til að vakna upp um miðjar nætur til að gera tékklista. 11. júní 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01
Á það til að vakna um miðjar nætur og gera tékklista Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastýra Eventum segist vera með fullt af verkefnalistum og eigi það meira að segja til að vakna upp um miðjar nætur til að gera tékklista. 11. júní 2022 10:00
Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30
Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður. 7. maí 2022 10:01